Talið er að vísundarnir, sem eru grasbítar, geti breytt vistkerfinu en ekki eru allir sannfærðir um það og telja að loftslagið hafi ráðið mestu um breytingarnar á vistkerfinu, ekki brotthvarf mammúta.
Live Science segir að tólf vísundar, Bison bison bison, sé komnir í Ingilor þjóðgarðinn en hann nær yfir 900.000 hektara lands. Dýrin voru flutt frá uppeldisstöð sinni í Danmörku.
Áður en vísundunum verður sleppt lausum þurfa þeir að vera einn mánuð í einangrun.
Í tilkynningu frá rússneskum yfirvöldum kemur fram að vísundar geti auðveldlega lagað sig að aðstæðunum á norðurheimskautssvæðinu því það sé, sögulega séð, náttúruleg heimkynni þeirra. Þeir geti því tekið við hlutverki mammúta sem dóu út fyrir 11.000 árum.