Þetta kemur fram í rannsókn, sem var birt nýlega í vísindaritinu Nature, að sögn Live Science. Vísindamenn notuðu gögn frá InSight til að sýna fram á að snúningshraði plánetunnar eykst. Aukningin er ekki mikil, dagurinn styttist um brot úr millisekúndu á hverju ári vegna þessarar aukningar.
Það getur verið erfitt að finna orsökina fyrir breytingu af þessu tagi og því er verkefnið ansi snúið.
InSight aflaði gagna um Mars í fjögur ár eða þangað til geimfarið varð rafmagnslaus í desember 2022.
Vísindamenn vita ekki með vissu hvað veldur breytingunni en hafa ákveðnar hugmyndir. Ein er að breytingar á pólum Mars hafi valdið smávægilegri breytingu á massa plánetunnar. Önnur er að land hafi risið upp úr ís eftir að hafa verið grafið undir honum í þúsund ár. Þetta gæti valdið breytingum á massa plánetunnar og þar með snúningshraða hennar.