Ef þú ert meðal þeirra sem pissa í sturtu þá er rétt að hætta því þar sem þetta getur valdið ákveðnum vanda síðar.
Teresa Irwin, kvensjúkdómalæknir, segir að fólk eigi ekki að venja sig á að pissa í sturtu því það geti haft áhrif á hversu margar salernisferðirnar verða daglega.
Hún segir að það hafi ekki endilega neikvæð áhrif að pissa í sturtu, sérstaklega ekki fyrir konur, en þetta geti orðið slæmt ef þetta er gert of oft.
Í myndbandi, sem hún birti á TikTok, segir hún að konur geti í raun haft gagn af því að pissa í sturtu ef þær gera það sjaldan og standi uppréttar á meðan. Þannig geti þær tæmt blöðruna alveg þar sem engin hindrun sé í vegi vegna hreyfingarinnar við að setjast niður.
En ef fólk gerir þetta of oft þá á það á hættu að heilinn fari að tengja vatnsnið við þörfina á pissa og það þýðir einfaldlega að í hvert sinn sem þú skrúfar frá krana, meira að segja bara til að þvo upp, þá finnir þú fyrir bráðri þörf á að fara á klósettið.