Þetta er nýjasta tiltækið til að reyna að fá unga Kínverja til að ganga í hjónaband en lækkandi fæðingartíðni veldur kínverskum yfirvöldum miklu áhyggjum. Kínverjum fækkaði á síðasta ári og var það í fyrsta sinn í 60 ár sem það gerðist.
En spurningin er hvort bónusgreiðslan sé nægilega há til að þykja freistandi en hún er 1.000 yuan en það svara til tæplega 19.000 íslenskra króna.
Auk þess að greiða þennan giftingarbónus heita yfirvöld þeim pörum, sem eignast barn, ýmsum styrkjum tengdum barnagæslu, frjósemisaðgerðum og menntun.
Meðalaldur kínversku þjóðarinnar fer hækkandi og því reyna yfirvöld að fá fólk til að eignast börn og beita til þess fjárhagslegum stuðningi og bættri barnagæslu.
Karlmenn mega kvænast þegar þeir eru orðnir 22 ára en konur 20 ára. Giftingum hefur fækkað og fæðingartíðnin hefur meðal annars lækkað vegna stefnu stjórnvalda sem gerir einhleypum konum erfiðara fyrir við að eignast börn. Talið er að á síðasta ári hafi fæðingartíðnin í Kína verið 1.09 barn að meðaltali á hverja konu.