fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Pressan

Greiða bónus ef brúðurin er yngri en 25 ára

Pressan
Sunnudaginn 17. september 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Changshan-fylki í austurhluta Kína hafa gripið til þess ráðs að greiða verðandi brúðhjónum sérstakan bónus ef brúðurin er yngri en 25 ára.

Þetta er nýjasta tiltækið til að reyna að fá unga Kínverja til að ganga í hjónaband en lækkandi fæðingartíðni veldur kínverskum yfirvöldum miklu áhyggjum. Kínverjum fækkaði á síðasta ári og var það í fyrsta sinn í 60 ár sem það gerðist.

En spurningin er hvort bónusgreiðslan sé nægilega há til að þykja freistandi en hún er 1.000 yuan en það svara til tæplega 19.000 íslenskra króna.

Auk þess að greiða þennan giftingarbónus heita yfirvöld þeim pörum, sem eignast barn, ýmsum styrkjum tengdum barnagæslu, frjósemisaðgerðum og menntun.

Meðalaldur kínversku þjóðarinnar fer hækkandi og því reyna yfirvöld að fá fólk til að eignast börn og beita til þess fjárhagslegum stuðningi og bættri barnagæslu.

Karlmenn mega kvænast þegar þeir eru orðnir 22 ára en konur 20 ára.  Giftingum hefur fækkað og fæðingartíðnin hefur meðal annars lækkað vegna stefnu stjórnvalda sem gerir einhleypum konum erfiðara fyrir við að eignast börn. Talið er að á síðasta ári hafi fæðingartíðnin í Kína verið 1.09 barn að meðaltali á hverja konu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif