Nýfundna tegundin, Ambulator keanei, var með líkamsbyggingu svipaða og birnir. Dýrin vógu líklega um 250 kg og voru um 1 metri á hæð. Þessi tegund tilheyrði Didrotodonitadae en í henni voru eitt sinn risastór pokadýr sem eru fjarskyld vömbum. Stærsta dýrið í þessari fjölskyldu var Didrotodon opatatum. Það varð allt að 3 tonn að þyngd.
Fyrrgreindur steingervingur er um 3.5 milljóna ára gamall.
Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Royal Society Open Science, notuðu vísindamenn þrívíddarlíkön af beinunum til að búa til líkan af hvernig A. Keanei leit út. Líkanið bendir til að dýrið hafi hugsanlega gengið öðruvísi en dýr af svipaðri stærð sem eru á lífi í dag.
Flestar grasætur, til dæmis fílar, ganga á táberginu og hællinn snertir ekki jörðina. Hins vegar gengu dýr af Diprotodontids á svipaðan hátt og menn, það er að hæll þeirra snerti jörðina.
Þetta gæti hjálpað til við að varpa ljósi á gamlan leyndardóm. Vísindamenn hafa fundið steingervinga af fótsporum D. optatum, sem er stærsta pokadýrið sem uppi hefur verið. En steingervingarnir eru ekki með nein för eftir tær. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar benda því til að það geti verið vegna þess að tærnar snertu ekki jörðina þegar dýrin gengu.