fbpx
Fimmtudagur 21.september 2023
Pressan

Umdeildur einræðisherra og böðull Pútíns sagður berjast fyrir lífi sínu

Pressan
Laugardaginn 16. september 2023 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðsherra Téténíu og dyggur bandamaður Vladimir Pútíns, Rússlandsforseta, liggur nú á gjörgæslu í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá úkraínsku leyniþjónustunni. Um er að ræða Ramzan Kadyrov sem hefur verið leiðtogi Téténíu síðan árið 2007. Hann hefur ekki farið leynt með stuðning sinn við stjórnvöld í Rússlandi eftir innlimun Krímskagans árið 2014 og hefur verið í framlínunni í innrás Rússa í Úkraínu undanfarið ár.

Kadyrov hefur jafnvel gengið svo langt að hvetja rússnesk stjórnvöld til að beita kjarnorkuvopnum gegn Úkraínu. Þessi húsbóndahollusta hefur aflað Kadyrov viðurnefninu „bölull Pútíns“ og hefur hann farið fyrir liðum Téténa í stríðinu og verið sakaður um mikið harðræði og mannréttindabrot.

„Það eru upplýsingar fyrir hendi að stríðsglæpamaðurinn Kadyrov sé illa haldinn – langvarandi veikindi hafa versnað og landað honum í lífshættu,“ sagði Andriy Yusov, talsmaður úkraínsku leyniþjónustunnar í samtali við miðilinn Obozrevatel í gær.

New York Post segir að veikindi Kadyrov hafi verið staðfest í mörgum áttum, en um er að ræða veikindi sem ekki eiga rætur að rekja til áverka eða meiðsla.

„Þetta eru ekki áverkar. Það eru smáatriði sem ekki eru komin á hreint, en hann er búinn að vera veikur lengi og við erum að tala um krónískan heilsubrest. Hann hefur verið í alvarlegu ástandi síðustu daganna.“

Sú saga hefur gengið að Kadyrov glími meðal annars við nýrnabilun eftir mikla neyslu á ávana- og fíkniefnum. Aðrir telja þó veikindin mega rekja til eitrunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Annað geimverulíkið í Mexíkó sagt ólétt – Er þetta stærsta uppgötvun mannkynssögunnar eða eru brögð í tafli?

Annað geimverulíkið í Mexíkó sagt ólétt – Er þetta stærsta uppgötvun mannkynssögunnar eða eru brögð í tafli?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsókn Kim Jong-un til Pútíns er lokið

Heimsókn Kim Jong-un til Pútíns er lokið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurrka ennið á brjóstum þeirra

Þurrka ennið á brjóstum þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danmörk – Ung kona grunuð um að hafa myrt nýfætt barn sitt

Danmörk – Ung kona grunuð um að hafa myrt nýfætt barn sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á kórónuveiruharmleiknum í Bergamo

Telja sig hafa fundið skýringuna á kórónuveiruharmleiknum í Bergamo
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við þessari hegðun í sturtu og segir þetta geta valdið alvarlegum vanda

Læknir varar við þessari hegðun í sturtu og segir þetta geta valdið alvarlegum vanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

250 kg pokadýr var ólíkt öllu sem lifir í dag

250 kg pokadýr var ólíkt öllu sem lifir í dag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkin á kornakrinum – Málið sem lögreglan stóð á gati yfir fyrir 40 árum gengur aftur

Líkin á kornakrinum – Málið sem lögreglan stóð á gati yfir fyrir 40 árum gengur aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Eggjahausa konan“ gæti orðið til þess að málið sem heltók Bandaríkin verði tekið upp aftur

„Eggjahausa konan“ gæti orðið til þess að málið sem heltók Bandaríkin verði tekið upp aftur