Beinagrindin fannst við uppgröft í Halong Dong-hellinum í austurhluta Kína. Þetta er nýjasta uppgötvunin í röð uppgötvana sem benda til að þróunarsaga mannkyns sé flóknari en talið hefur verið.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Human Evolution.
Vísindamennirnir, sem unnu að rannsókninni, telja að beinagrindin, sem hefur fengið nafnið HDL 6, geti verið blanda af tveimur tegundum manna, þar sem nútímamaðurinn, Homo sapiens, sé önnur tegundin.
Ástæðan er að höfuðkúpan líkist að hluta höfuðkúpu barna af ætt nútímamanna. En það er engin haka á höfuðkúpunni og kjálkinn er undarlegur. Því telja vísindamennirnir að um blending hljóti að vera að ræða.
Kjálkinn sveigist á ákveðinn hátt, ólíkt því sem er á nútímamönnum. En hökuna vantar.