fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Pressan

Ný manntegund? Hökulaus höfuðkúpa gæti breytt ættartré mannkynsins

Pressan
Laugardaginn 16. september 2023 14:00

Það er lítil sem engin haka á þessum höfuðkúpum. Mynd:Journal of Human Evolution

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beinagrind, sem fannst í helli í Kína, getur haft mikil áhrif á vitneskju okkar um þróun mannkynsins. Höfuðkúpan, sem tilheyrir beinagrindinni, er af 11 til 12 ára barni sem lést í hellinum fyrir um 300.000 árum. Vísindamenn telja að barnið geti hafa tilheyrt áður óþekktri tegund manna.

Beinagrindin fannst við uppgröft í Halong Dong-hellinum í austurhluta Kína. Þetta er nýjasta uppgötvunin í röð uppgötvana sem benda til að þróunarsaga mannkyns sé flóknari en talið hefur verið.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Journal of Human Evolution.

Vísindamennirnir, sem unnu að rannsókninni, telja að beinagrindin, sem hefur fengið nafnið HDL 6, geti verið blanda af tveimur tegundum manna, þar sem nútímamaðurinn, Homo sapiens, sé önnur tegundin.

Ástæðan er að höfuðkúpan líkist að hluta höfuðkúpu barna af ætt nútímamanna. En það er engin haka á höfuðkúpunni og kjálkinn er undarlegur. Því telja vísindamennirnir að um blending hljóti að vera að ræða.

Kjálkinn sveigist á ákveðinn hátt, ólíkt því sem er á nútímamönnum. En hökuna vantar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif