Kínverskir vísindamenn segjast hafa fundið upp slíkt vopn að sögn Business Insider.
Ef það er rétt sem þeir segja, þá er um risastórt stökk að ræða í þróun leiservopna og veitir Kínverjum mikið forskot á Bandaríkjamenn hvað varðar framleiðslu leiservopna.
Business Insider segir að nýja vopnið hafi ekki verið tekið í notkun enn sem komið er.
South China Morning Post segir að það séu vísindamenn við háskólann í Hunan sem hafi þróað kælikerfi sem gerir að verkum að leiserarnir geta verið virkir án þess að ofhitna.