Verslunarmaðurinn læsti einfaldlega útidyrunum svo konan gæti ekki yfirgefið sjoppuna án þess að greiða fyrir bjórinn.
Þetta fór ekki vel í konuna sem reiddist mjög og braut glerið í útidyrahurðinni og hafði í hótunum við starfsmanninn.
En það hafði lítið að segja því starfsmaðurinn haggaðist ekki.
Þegar lögreglan kom á vettvang sáu lögreglumennirnir þegar konan kastaði sígarettu í starfsmanninn og hellti bjór yfir hann.
Hún var handtekin, grunuð um rán.