fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Pressan

Snarráður verslunarmaður fór illa með þjóf

Pressan
Föstudaginn 15. september 2023 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það endaði ekki vel hjá 32 ára konu sem ætlaði að stela bjór úr sjoppu á lestarstöðinni í Árósum í Danmörku á sunnudagskvöldið. Snarráður verslunarmaður sá hvað konan var að gera og brást hratt við.

Verslunarmaðurinn læsti einfaldlega útidyrunum svo konan gæti ekki yfirgefið sjoppuna án þess að greiða fyrir bjórinn.

Þetta fór ekki vel í konuna sem reiddist mjög og braut glerið í útidyrahurðinni og hafði í hótunum við starfsmanninn.

En það hafði lítið að segja því starfsmaðurinn haggaðist ekki.

Þegar lögreglan kom á vettvang sáu lögreglumennirnir þegar konan kastaði sígarettu í starfsmanninn og hellti bjór yfir hann.

Hún var handtekin, grunuð um rán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif