Fyrir dómi kom fram að það að kalla „ostur“ hafi verið viðvörun til fíkniefnasalanna um að lögreglan væri að koma og því ættu þeir að flýja.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 12. nóvember 2021, um klukkan 09.22, verið á verði við Pusher Street og með hegðun sinni verið samsekur í vörslu og sölu á 584 grömmum af hassi og 22 grömmum af marijúana.
Í ákærunni kom fram að þegar maðurinn hrópaði „ostur“ hafi sölumenn náð að stinga af með kannabisefni sem þeir buðu til sölu í götunni.
Fyrir dómi neitaði maðurinn að hafa hrópað nokkur þennan dag en því trúði dómurinn ekki.
Maðurinn hefur búið í Kristjaníu árum saman og hefur áður hlotið dóma fyrir aðild að skipulagðri fíkniefnasölu í Pusher Street.