fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Pressan

Öryggisvörður Pútíns afhjúpar vænisýki forsetans – „Hann óttast þetta mikið um líf sitt“

Pressan
Fimmtudaginn 14. september 2023 22:00

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, mun vera orðinn svo vænisjúkur eftir að hann fyrirskipaði innrásina í Úkraínu að hann treystir nánast engum og óttast stöðugt um líf sitt. Mun hann vera sannfærður um að banatilræði sé í vændum og hefur gripið til ýmsa ráðstafanna til að tryggja öryggi sitt.

Frá þessi greinir Vitaly Brizhatiy sem starfaði sem við öryggisþjónustu Rússlands, en hann gætti hunda sem starfræktir eru á því sviði. Hann segir að Pútín sé búinn að bæta heldur betur við öryggisráðstafanir í leynilegri höll sinni á Krímskaganum sem nefnist Olivye, frá því að innrásin hófst.

Brizhaty er sem stendur í Ekvador eftir að hafa sagt starfi sínu lausu, en hann kom fram í viðtali á rússnesku sjónvarpsstöðinni TV Rain og hélt því þar fram að forsetinn treysti ekki einu sinni sínu eigin öryggisteymi og stundi það nú að vísvitandi gefa þeim rangar upplýsingar um áætlanir sínar.

„Fólki var sagt að hann væri að hvíla sig í frístundahúsinu sínu, og allir hlupu þá til svo hægt væri að gæta að öryggi hans, en þá var forsetinn kannski bara á allt öðrum stað. Þetta mikið óttast hann um líf sitt. Jafnvel þurfa lífverðir hans að sjá um þvottavélina hans.“

Pútín hafi gengið svo langt að láta vopnaða kafara tryggja það að enginn leynist í sjónum við einkastrandir forsetans. Varðandi leynilegu höllina Olivye segir Brizhaty að hún minni helst á litla bor og sökum öryggisráðstafana þá sé óbreyttum verktökum ekki hleypt inn á svæðið. „Þetta er ævintýrahöll“

Annar fyrrum starfsmaður öryggisþjónustunnar, Gleb Karakulov, deildi svipaðri frásögn í apríl á þessu ári og sagði forsetann hafa misst tengingu við umheiminn.

„Hann hefur búið í helli undanfarin ár og eyðir nærri öllum sínum frítíma í einhverju heimila sinna sem fjölmiðlar hafa réttilega lýst sem byrgjum. Hann er sjúklega hræddur um líf sitt. Hann umkringir sig af órjúfanlegum varnargarði af einangrun og upplýsinga tómarúmi. Hann leggur aðeins virði á sitt eigið líf sem og líf fjölskyldu hans og vina. Hann hefur lokað sig af frá heiminum. Tök hans á raunveruleikanum eru bjöguð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif