fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Pressan

Hún fékk að búa í íbúð vinar síns – Síðan komst hún að skelfilegu leyndarmáli hans

Pressan
Fimmtudaginn 14. september 2023 04:05

Rúmið sem fylgdi íbúðinni. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2019 leigði Karoline, 25 ára dönsk kona,  íbúð í Stokkhólmi af Andreas Holm. Þau urðu vinir og áttu í miklum samskiptum á Messenger. Hann hafði áhuga á hvernig mér leið og hvort ég væri búin að koma mér vel fyrir.

Þetta sagði hún í samtali við Ekstra Bladet. En síðar komst hún að því að Andreas var ekki sá sem hann sýndist vera. Hann reyndist vera raðnauðgari, einn sá hræðilegasti sem hefur herjað á Svíþjóð.

Karoline hefur nú gert hlaðvarp til að reyna að skilja hvernig hún gat haft svo rangt fyrir sér um Andreas og hvort hann hafi haft eitthvað í hyggju með hana þegar hann leigði henni íbúðina.

„Ég byrjaði að hugsa: Var hann með auka lykil, er eitthvað kvöld sem ég man ekki eftir hvernig ég komst í rúmið? Hugsanir mínar fóru á flug. Ég fór að efast um eigið minni,“ sagði hún.

En þegar hún hafði samband við lögregluna fékk hún að vita að Andreas hafði ekki verið með myndbandsupptöku af henni en hann tók níðingsverk sín upp á myndband.

Karoline ákvað því að treysta því að hún væri ekki eitt fórnarlamba hans, til að koma í veg fyrir að þessar hugsanir leiti á hana allt lífið.

Andreas Holm. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún segir Andreas vera mann sem umgekkst marga, hafi verið hjálpsamur og alúðlegur. En hann hafi einnig verið félagslega heftur og hafi sagt undarlega brandara.

Fyrrum vinnufélagi Andreas segir sömu sögu í hlaðvarpinu. Hann rifjar upp að Andreas hafi verið kallaður „blæðinga-maðurinn“ árum saman í vinnunni því hann hafði sagt lélegan brandara um að munurinn á tíðablóði og sandi sé að það sé hægt að skola kverkarnar með tíðablóði.

Vinnufélaginn varð síðar vinkona Andreas og kynnti hann fyrir vinkonu sinni. Þessi vinkona varð síðar eitt af mörgum fórnarlömbum hans.

Andreas var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn 24 konum. Hann var fundinn sekur um 7 nauðganir, 8 kynferðislegar árásir, kynferðislega áreitni og grófa frelsissviptingu. Hann var sýknaður af ákæru um átta nauðganir.

Saksóknari krafðist 12 ára fangelsis yfir honum en hann var dæmdur í 5 ára fangelsi. Hann getur fengið lausn úr fangelsi á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif