fbpx
Fimmtudagur 21.september 2023
Pressan

Þessi mynd var tekin rétt áður en hún dó – Rannsóknin leiddi ýmislegt athyglisvert í ljós

Pressan
Miðvikudaginn 13. september 2023 04:07

Þetta er síðasta myndin sem var tekin af Toni. Mynd:Accident, Suicide or Murder

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. september 2012 hringdi Harold Henthorn, 57 ára, í neyðarlínuna í Colorado í Bandaríkjunum. Hann var staddur í Klettafjalla-þjóðgarðinum. Hann grátbað um hjálp því eiginkona hans, hin fimmtuga Toni, hafði hrapað 45 metra niður snarbratta fjallshlíð. Hún var alvarlega slösuð að hans sögn og sagðist hann gera allt sem í hans valdi stæði til að halda henni á lífi.

En svæðið er erfitt yfirferðar og það liðu tvær klukkustundir þar til fyrstu björgunarmenn komu á vettvang. En það var um seinan, Toni hafði látist af völdum áverka sinna. Ekki var hægt að ná líkinu fyrr en sólarhring seinna og þá með þyrlu.

Harold sagði lögreglunni að þau hefðu verið í fjallaferð til að halda upp á 12 ára brúðkaupsafmæli sitt. Á leiðinni gekk Toni út á syllu til að taka mynd af hinu glæsilega útsýni. Sagði Harold að hún hefði misst jafnvægið og hrapað niður.

Lögreglan hafði enga ástæðu til að véfengja þetta en sú afstaða breyttist þegar lögreglumenn ræddu við fjölskyldu Toni. Þau sögðust ekki hafa neina ástæðu til að trúa að um slys hafi verið að ræða og sögðu að Toni, sem var ekki vön fjallgöngum, hafi verið mjög varkár að eðlisfari og hefði aldrei farið út á klettasyllu eins og Harold hafði sagt.

Fjölskyldan sagði einnig að Harold hefði komið með nokkrar mismunandi útgáfur af atburðarásinni. Einum ættingja sagði hann að Toni hefði gengið út á sylluna til að taka myndir af villtum kalkúnum. Öðrum sagði hann að Toni hefði gengið fyrir aftan hann á leið upp stíginn og að hann hafi ekki séð þegar hún hrapaði. Allt þetta vakti grunsemdir hjá lögreglunni um að Harold hefði kannski orðið henni að bana.

Líkið var flutt á brott með þyrlu. Mynd:Accident, Suicide or Murder

 

 

 

 

 

 

 

Rætt var við fleiri úr vinahóp Harold um hvað hann hafði sagt þeim um málið. Um margar mismunandi sögur reyndist að ræða, meðal annars að Toni hefði farið út á sylluna til að prófa myndavélina í nýja símanum sínum og að hún hafi gengið aftur á bak út á sylluna til að taka mynd af Harold.

Grunsemdir lögreglunnar, um að Harold hefði orðið Toni að bana, styrktust þegar hún komst að því að aðeins 48 klukkustundum eftir dauða Toni hafi Harold skýrt frá hvernig útför hennar ætti að fara fram. Hann hafði valið allt frá mat til líkkistu af umhyggju og pantað líkbrennslu þrátt fyrir að Toni hefði aldrei sett fram ósk um að verða brennd.

Um tveimur mánuðum eftir andlátið lá krufningarskýrslan loksins fyrir. Dánarorsökin var sögð „óþekkt“ og í athugasemd var skrifað: „Ekki hægt að útiloka morð.“

Dularfullur dauðdagi fyrri eiginkonunnar

Það voru ekki bara ættingjar Toni sem létu lögreglunni upplýsingar í té.  Fyrrum kunningi hans setti sig í samband við lögregluna og sagði henni að fyrri eiginkona Harold, Lynn Rishell, hefði látist í undarlegu bílslysi 17 árum áður, eða í maí 1995. Harold var eina vitnið að því slysi.

Lögreglan fór nú að skoða í skjalageymslur sínar og fann málsgögnin um dauða Lynn. Þar kom fram að Harold og Lynn hafi lagt bílnum í vegkantinum eftir að dekk sprakk. Harold var ekki með tjakk til að lyfta bílnum og notaði því tvo aðra tjakka, sem eru venjulega notaðir til að lyfta bátum, til að lyfta bílnum.

Bíll Harold eftir að hann datt ofan á Lynn. Mynd:Accident, Suicide or Murder

 

 

 

 

 

Þegar hann var að skipta um dekki datt ein dekkjaróin niður á malbikið og rúllaði undir bílinn. Lynn lagðist þá á magann og skreið undir bílinn til að sækja hana. Á sama augnabliki kastaði Harold sprungna dekkinu í skottið og við það datt bíllinn af tjökkunum og lenti á Lynn og kramdist hún til bana. Þannig hafði Harold skýrt frá málsatvikum.

Á grundvelli frásagnar hans var dauði Lynn flokkaður sem slys árið 1995 en nú fannst lögreglunni rétt að opna málið á nýjan leik.

Harold og Lynn. Mynd:Accident, Suicide or Murder

 

 

 

 

 

 

 

 

Rætt var við fjölda vitna og þá varð ljóst að Harold hafði sagt þeim margar mismunandi sögur af hvernig Lynn lést. Auk þess kom í ljós að Harold hafði verið fljótur að skipuleggja útför Lynn í kjölfar slyssins.

Lögreglan gerði nú tilraun þar sem reynt var að sviðsetja slysið. Rær voru látnar detta á malbik til að sjá hversu langt þær rúlluðu en allar rúlluðu þær aðeins nokkra sentimetra. Samsvarandi bíll var tjakkaður upp með tveimur bátatjökkum en ekki tókst að láta hann detta niður þegar dekki var hent í skottið. Niðurstaða lögreglunnar var að bílnum hefði verið ýtt niður af tjökkunum.

Þrjár líftryggingar

Lögreglan vissi ekki enn af hverju Harold hefði myrt eiginkonur sína en þegar byrjað var að kafa ofan í fjármál hans kom svolítið athyglisvert í ljós. Hann hafði keypt þrjár líftryggingar fyrir Toni og fékk hann 4,5 milljónir dollara greidda út eftir andlát hennar.

Einnig kom í ljós að hann hafði fengið 450.000 dollara greidda í líftryggingu eftir andlát Lynn.

Þegar farsímagögn Harold voru skoðuð kom  í ljós að hann hafi farið níu sinnum á staðinn, þar sem Toni hrapaði til bana, áður en þau fóru í fjallgönguna örlagaríku.

Dómurinn

Þrátt fyrir skort á áþreifanlegum sönnunargögnum handtók lögreglan Harold í nóvember 2014. Hann var ákærður fyrir morðið á Toni og hófust réttarhöldin haustið 2015.

Harold var fundinn sekur um að hafa myrt Toni og var hann dæmdur í ævilangt fangelsi.

Hann heldur enn fram sakleysi sínu og segist bara vera einstaklega óheppinn maður sem hafi misst eiginkonur sínar í slysum. Hann hefur margoft reynt að áfrýja dómnum en án árangurs.

Hann var ekki ákærður fyrir að hafa myrt Lynn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Annað geimverulíkið í Mexíkó sagt ólétt – Er þetta stærsta uppgötvun mannkynssögunnar eða eru brögð í tafli?

Annað geimverulíkið í Mexíkó sagt ólétt – Er þetta stærsta uppgötvun mannkynssögunnar eða eru brögð í tafli?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsókn Kim Jong-un til Pútíns er lokið

Heimsókn Kim Jong-un til Pútíns er lokið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurrka ennið á brjóstum þeirra

Þurrka ennið á brjóstum þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danmörk – Ung kona grunuð um að hafa myrt nýfætt barn sitt

Danmörk – Ung kona grunuð um að hafa myrt nýfætt barn sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á kórónuveiruharmleiknum í Bergamo

Telja sig hafa fundið skýringuna á kórónuveiruharmleiknum í Bergamo
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir varar við þessari hegðun í sturtu og segir þetta geta valdið alvarlegum vanda

Læknir varar við þessari hegðun í sturtu og segir þetta geta valdið alvarlegum vanda
Pressan
Fyrir 4 dögum

250 kg pokadýr var ólíkt öllu sem lifir í dag

250 kg pokadýr var ólíkt öllu sem lifir í dag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkin á kornakrinum – Málið sem lögreglan stóð á gati yfir fyrir 40 árum gengur aftur

Líkin á kornakrinum – Málið sem lögreglan stóð á gati yfir fyrir 40 árum gengur aftur
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Eggjahausa konan“ gæti orðið til þess að málið sem heltók Bandaríkin verði tekið upp aftur

„Eggjahausa konan“ gæti orðið til þess að málið sem heltók Bandaríkin verði tekið upp aftur