Bloomberg skýrir frá þessu og segir flugmálayfirvöld hafi varað við því að „óþekkt“ fyrirtæki í Lundúnum selji falsaða varahluti í hreyfla Airbus A320 og Boeing 737.
Fyrirtækið heitir AOG Technics. Bloomberg segir að fyrirtækið hafi falsað upprunavottorð varahluta og þannig náð að selja þá.
Vandamálið með slíka varahluti er að þeir ráða hugsanlega ekki við álagið þegar flogið er.
Ekki er vitað hversu margir varahlutir frá fyrirtækinu hafa verið teknir í notkun eða hversu margar flugvélar koma við sögu.
Margir framleiðendur og eftirlitsaðilar þrýstu á viðvörunarhnappa fyrir nokkrum vikum og byrjuðu að rannsaka hverjir höfðu keypt varahluti af AOG Technics.