fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Pressan

„Óþekkt“ fyrirtæki grunað um að selja falsaða flugvélavarahluti

Pressan
Miðvikudaginn 13. september 2023 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður situr í farþegaflugvél í 9 til 12 km hæð vill maður mjög gjarnan að öll öryggismál séu í góðu lagi. Skiptir þá engu hvort maður er í viðskiptaferð eða fríi. Það vekur því kannski áhyggjur sumra að fyrirtæki eitt í Lundúnum er grunað um að hafa selt falsaða flugvélavarahluti.

Bloomberg skýrir frá þessu og segir flugmálayfirvöld hafi varað við því að „óþekkt“ fyrirtæki í Lundúnum selji falsaða varahluti í hreyfla Airbus A320 og Boeing 737.

Fyrirtækið heitir AOG Technics. Bloomberg segir að fyrirtækið hafi falsað upprunavottorð varahluta og þannig náð að selja þá.

Vandamálið með slíka varahluti er að þeir ráða hugsanlega ekki við álagið þegar flogið er.

Ekki er vitað hversu margir varahlutir frá fyrirtækinu hafa verið teknir í notkun eða hversu margar flugvélar koma við sögu.

Margir framleiðendur og eftirlitsaðilar þrýstu á viðvörunarhnappa fyrir nokkrum vikum og byrjuðu að rannsaka hverjir höfðu keypt varahluti af AOG Technics.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“

Veggjalýs gera Frökkum lífið leitt – „Enginn er öruggur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt

Vildi bara taka einn hring í viðbót en hvarf sporlaust – Telja að henni hafi verið rænt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis

Gera út af við mýtuna – Þetta gerist ekki þegar þú ert undir áhrifum áfengis
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif

„Brú lífsins“ hafði þveröfug áhrif