Í fréttatilkynningu frá Lisa dos Santos, saksóknara, segir að lögreglan hafi sterkan grun um að pilturinn hafi verið myrtur. „Það að fórnarlambið var svona ungt er í sjálfu sér skelfilegt og bætir enn frekar við hið hinn miskunnarlausa hrottaskap,“ er haft eftir henni.
Pilturinn fannst í skógi í Haninge, sem er sunnan við Stokkhólm. TV4 segir að grunur leikur á að líkið hafi verið flutt í skóginn eftir að pilturinn var myrtur.
Tilkynnt var um hvarf piltsins um síðustu helgi. Hann hafði ekki komið við sögu lögreglunnar.
Þetta er ekki fyrsta morðið á ungmenni á þessu ári. Í sumar fundust tveir 14 ára piltar myrtir nærri Stokkhólmi. Nokkrir sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á þeim morðum.