Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Physical Review Letters, þá geta svarthol, sem stefna í árekstur, að hámarki ná 102 milljón km/klst sem er um 10% af ljóshraða.
Þessi hraði næst þegar svartholin eru við það renna saman eða sundrast að sögn vísindamanna.
Live Science segir að vísindamennirnir vonist til að geta sýnt fram á það með útreikningum að svartholin geti ekki farið hraðar en þetta og hyggjast nota afstæðiskenningu Einsteins við þá útreikninga. Ef þeim tekst þetta þá mun það hafa mikil áhrif á grundvallarlögmál eðlisfræðinnar.
Carlos Lousto, prófessor í stærðfræði og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að í rannsókninni hafi aðeins verið krafsað í yfirborð einhvers sem geti verið eitthvað sem á við í öllum alheiminum. Þessi hraðatakmörk geti verið hluti af stærri hópi eðlisfræðilögmála sem hafa áhrif á allt „frá smæstu til stærstu hluta alheimsins“.