fbpx
Föstudagur 22.september 2023
Pressan

„Hraðatakmörk“ nýuppgötvaðs svarthols benda til nýrra eðlisfræðilögmála

Pressan
Sunnudaginn 10. september 2023 21:00

Svarthol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árekstrar svarthola eru öflugustu árekstrarnir í alheiminum og því mjög áhugaverðir fyrir vísindamenn. Þegar ofurmassamikil svarthol stefna í árekstur geta þau náð allt að 10% af ljóshraða.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Physical Review Letters, þá geta svarthol, sem stefna í árekstur, að hámarki ná 102 milljón km/klst sem er um 10% af ljóshraða.

Þessi hraði næst þegar svartholin eru við það renna saman eða sundrast að sögn vísindamanna.

Live Science segir að vísindamennirnir vonist til að geta sýnt fram á það með útreikningum að svartholin geti ekki farið hraðar en þetta og hyggjast nota afstæðiskenningu Einsteins við þá útreikninga. Ef þeim tekst þetta þá mun það hafa mikil áhrif á grundvallarlögmál eðlisfræðinnar.

Carlos Lousto, prófessor í stærðfræði og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að í rannsókninni hafi aðeins verið krafsað í yfirborð einhvers sem geti verið eitthvað sem á við í öllum alheiminum. Þessi hraðatakmörk geti verið hluti af stærri hópi eðlisfræðilögmála sem hafa áhrif á allt „frá smæstu til stærstu hluta alheimsins“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Heil fjölskylda myrt

Heil fjölskylda myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðstöð ofbeldis í nágrenni Gatwick

Miðstöð ofbeldis í nágrenni Gatwick
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn eftir að hafa lent í reiðhjólaslysi – Lést stuttu síðar

Handtekinn eftir að hafa lent í reiðhjólaslysi – Lést stuttu síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegur fundur í kjallara húss í Póllandi

Óhugnanlegur fundur í kjallara húss í Póllandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Augnablikið þegar fjöldamorðinginn játaði óvart á sig sök – Harmleikurinn sem skók Ástralíu

Augnablikið þegar fjöldamorðinginn játaði óvart á sig sök – Harmleikurinn sem skók Ástralíu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Át skemmdan fisk og missti alla útlimi

Át skemmdan fisk og missti alla útlimi