fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Kínverjar eru að bora 11 km djúpa holu

Pressan
Fimmtudaginn 8. júní 2023 06:50

Hún verður miklu dýpri en þessi hola.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar eru að bora holu í eyðimörk í Xinjiang héraðinu í norðvesturhluta landsins. Holan verður rúmlega 11 km djúp.

Sky News segir að markmiðið með þessu verkefni sé að rannsaka svæði djúpt undir yfirborði jarðarinnar.

11.100 metra djúp á holan að verða. Þetta er auðvitað ansi djúp hola en nær þó ekki metinu sem dýpsta manngerða holan. Hún er 12.262 metra djúp og er í Rússlandi, nærri norsku landamærunum. Hún var boruð 1979.

Sun Jinsheng, fræðimaður hjá kínversku verkfræðiakademíunni, sagði að það megi líkja verkefninu við það að aka stórum trukk eftir tveimur mjóum stálköplum, svo erfitt sé það.

Mikinn tækjabúnað þarf við verkið og vega sumir hlutar hans rúmlega 2.000 tonn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“