fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Laug til að foreldrar sínir væru á lífi í fimmtán ár – Stal öllu þeirra fé og eyddi í furðulega minjagripi

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 6. júní 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heil 15 ár tókst Susan Edwards, og eiginmanni hennar,  Christopher, að láta alla trúa því að foreldrar hennar væru enn á lífi. 

Þeim hafði þá tekist að hreinsa upp alla þeirra bankareikninga þeirra auk þess að innleysa allan þeirra lífeyri og bætur mánaðarlega. 

Hjónin bjuggu á heimili foreldra Susan, þeirra William og Patriciu. Það fór ekki mikið fyrir húsinu sem var staðsett í millistéttarhverfi í Mansfield í Bretlandi. En bakgarðurinn bjó yfir leyndarmáli því þar lágu Patricia og William grafin, myrt af dóttur sinn og tengdasyni. . 

Susan og Christopher

Stálu 50 millum

Lygavefur þeirra hjóna var ótrúlegur. Susan sendi út jólakort í þeirra nafni og sagði öllum er spurðu að foreldrar henni hefðu flutt til Írlands.

Á þessum 15 tókst þeim hjúum að stela alls 286 þúsund pundum, eða rúmum 50 milljónum íslenskra króna af William og Patriciu. 

Þau eyddu stórum hluta fjárins í að kaupa sér alls kyns minjagripi um frægt fólk, sem þau voru heltekin af. 

Það má teljast líklegt að Susan og Christopher hefðu komist upp með morðin um ókomna tíð en það var einmitt manískur áhugi þeirra á söfnun slíkra minjagripa sem varð þeim að falli árið 2012. 

Það er ekki mikið vitað um æsku Susan. Það er talið að hún sé fædd árið 1958 og voru foreldrar hennar, eins og fyrr segir, þau Patricia, þá 23 ára og William, þá 26 ára. Þau voru þá nýgift. 

William var 85 ára þegar hann var myrtur og Patricia 63 ára. 

Minjagripaástin sameinaði

Sjálf segir Susan að æska hennar hafi verið ömurleg og að faðir hennar hefði misnotað hana allt þar til hún var 11 ára. Hafi Patricia, móður hennar, bara horft þögul á. 

Eftir því sem að Susan varð eldri, því meira hataði hún foreldra sína. Þegar að stjúpamma hennar dó arfleifði hún til að mynda Susan að 10 þúsund pundum sem Patricia tók af henni og notaði til að greiða fyrir ferð til Bandaríkjanna og borga inn á nýtt hús. 

Susan vann á bókasafni þegar hún hitti eiginmann sinn, Christopher, og sameinaði þau ekki síst ást þeirra á minjagripum, sérstaklega frá gullöld Hollywood um miðja síðustu öld. 

Þau gengur í hjónaband árið 1983. 

William Edwards. Aldrei hefur fundist mynd af Patriciu.

Furðulegt fólk

Þau lokuðu sig svo að segja frá umheiminum og eyddu öllu frítíma í leit að nýjum minjagripum svo og fágætum frímerkjum og eiginhandaráritunum, sem Christopher hafði mikinn áhuga á. 

Vegna þessarar ástríðu áttu þau aldrei bót fyrir boruna á sér, gengu árum saman í sömu fötunum og áttu aldrei bíl. Þau áttu ekki einu sinni reiðhjól. 

Nágrönnunum fannst þau sérkennileg, ekki síst í búðum, en þau töldu nákvæmlega hverja krónu sem þeim var gefið til baka og yfirgáfu aldrei búð nema fara rækilega yfir kvittun. Sama hversu lítil innkaupin voru. 

Árið 1998 voru þau orðin langþreytt á blankheitunum og ákváðu að gera eitthvað í málunum. Og það strax. 

Þau óku því heim til foreldra Susan og voru varla komin inn úr dyrunum þegar að þau skutu William og Patriciu og fengu bæði hjónin tvö skot í brjóstkassa. Þau drógu síðan líkin að bakdyrunum og grófu þau í metersdjúpri gröf í bakgarðinum. 

Um langa helgi var að ræða en þegar að bankar opnuðu á þriðjudeginum beið Susan við dyrnar og tók út 40 þúsund pund af reikning foreldra sinna. 

Í korti sem Susan sendi ættinga segir hún foreldra sína í Írlandi.

Farin til Írlands

Í bréfi sem Susan sendi á ættingja sem var að leitast eftir að ná í foreldra hennar, skrifaði Susan að faðir hennar væri orðinn háaldraður og móðir hennar ekki góð til heilsunnar. Þau hefðu því ákveðið að setjast að í Írlandi, sem þau voru afar hrifin af í lifanda lífi, þar sem þar væri heilnæmara loftslag. 

Í öðru bréfi, árið 2011, segir hún foreldra sína vera að njóta mun betri heilsu í Írlandi og hún efist um að þau snúi aftur.  William og Patricia voru 

Susan og Christopher tæmdu ekki bara reikningar Edwards hjónanna, þau fengu útgefin fjölda kreditkorta og tóku lán í þeirra nafni. Þau innleystu einnig ávísanir sem bárust hjónunum, á við lífeyri og örorkubætur. 

Þau eyddu og eyddu þýfinu í minjagripi, til dæmis eyddu þau 14 þúsund pundum í minjagripi um leikarann Gary Cooper og öðrum 20 þúsund pundum í eiginhandaráritanir leikara. 

Parið eyddi þúsundum punda í mynjagripi um Gary Grant.

100 ára afmælið stressandi

En þau byrjuðu að vera óróleg árið 2012. Þá hefði William orðið 100 ára og er lífeyrisgreiðslur og bætur í Bretlandi þá stöðvaðar nema að starfsmaður komi í heimsókn og staðfesti að viðkomandi sé enn á lífi. 

Þegar leið að hundraðasta afmæli William sáluga voru hjúin það stressuð að þau flúðu til Lille í Frakklandi. Þau tóku svo að segja ekkert með sér nema dýrmætasta hluta minjagripanna. 

En þau voru algjörlega peningalaus.

Árið 2013 fékk Elizabeth Edwards, stjúpmóðir Christopher, furðulegt símtal frá honum og sagðist hann þurfa peninga og það strax. Hann sagði síðan stjúpmóðir sinni að hann og Susan hefðu gist hjá foreldrum henna í maí árið 1998. Hann hefði verið steinsofandi þegar að hann vaknaði við byssuskot og rauk fram. Sá hann að eiginkona hans, Susan, hefði skotið foreldra sína. 

Í símtalinu bætti hann því við að hann hefði ekki vilja svíkja eiginkonu sínu og því þagað yfir morðunum. 

Stjúpmóðirin hafði tafarlaust samband við lögreglu sem fljótlega fann líkin og lét kollega sína í Frakklandi handtaka þau Susan og Christopher.  Þau voru snarlega send heim til Bretlands. 

Gröf hjónanna í bakgarðinum.

Sagði mann sinn saklausan

Susan tók undir þessa sögu í réttarsal en með smávegis breytingum. Sagðist hún hafa skotið foreldra sína án vitneskju Christopher og falið morðin fyrir manni sínum í rúma viku.

Ennfremur sagði Susan, án nokkurrar iðrunar, að hún hefði ekki getað stillt sig þegar að móðir hennar heilsaði henni með þeim orðum að hún hefði verið óvelkomin í heiminn, og sæi hún alltaf eftir að hafa fætt hana. Því hafi hún ekki stöðvað misnotkun WIlliam á dóttur sinni. 

Susan sagðist hafa vitað af hvar byssan væri geymd og eftir hrakyrðabunu Patriciu hafi hún sótt byssuna og skotið móður sína. Þegar faðir hennar bar að hefði hún skotið hann líka. 

Of útspekúleruð

En hvorki lögregla né kviðdómur trúði því að Susan hefði myrt foreldra sína, og það ein, í augnablik æðiskasti. Morðin voru of útspekúleruð til þess og höfðu líklega verið lengi í undirbúningi. 

Bæði peningaleysi þeirra svo og þrá Susan eftir hefnd eftir að móðir hennar hafði af henni arfinn, hefði verið drifkraftur morðanna. 

Árið 2014 voru bæði Susan og Christopher fundin sek um morðin á William og Patricia og fengu þau sama dóm til 25 ára. 

Þau fengi ekki að taka minjagripina, sem þau borguðu svo dýru verði, með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni