fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Út á við var líf systranna fullkomið – Á bak við luktar dyr heimilisins ríkti hins vegar ógnarástand

Pressan
Mánudaginn 5. júní 2023 20:00

Systurnar. Skjáskot/TV2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar myrkrið færðist yfir huga móður þeirra, breyttist andlit hennar. Það varð ógnvekjandi og dökk slæða lagðist yfir augu hennar svo þau urðu svört. „Svörtu augun“ gátu birst skyndilega og þá vissu dætur hennar fjórar að þeim yrði refsað. Þeim var refsað fyrir allt og ekkert.

Fjallað er um mál systranna í heimildarmyndinni „Farlige forældre“ (hættulegir foreldrar) sem TV2 í Danmörku gerði.

Fram kemur að á heimili systranna í Óðinsvéum hafi allt alltaf átt að vera algjörlega fullkomið og ef eitthvað, jafnvel hið minnsta atriði, í herbergjum þeirra stakk móður þeirra í augun hafi hún brjálast og rifið skúffur út, rutt úr skápum og sturtað úr kössum. Síðan fengu stúlkurnar eina klukkustund til að koma hlutunum í fullkomið lag. Við næstu skoðun mátti ekki eitt rykkorn sjást. Ef svörtu augun voru ekki horfin þegar klukkustundin var liðin, urðu þær að byrja upp á nýtt að taka til.

„Ég var alltaf skelfingu lostin,“ sagði Mille Sofie Larsen, elsta systirin, í þættinum. Hún var vön að vakna á nóttunni þegar móðir hennar fór á klósettið og stilla sér upp tilbúin við rúmið sitt. „Ég réði ekki hvað myndi gerast áður en hún var ánægð. Á eftir urðum við að biðjast afsökunar margoft og lofa að við myndum vera góðar stúlkur,“ sagði hún.

Mál þeirra endaði með því að árið 2021 var móðir þeirra dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa beitt systurnar ofbeldi, andlegu og líkamlegu, árum saman eða allt frá 1996 þar til hún var handtekin 2020. Það gerðist eftir að ein systirin hafði safnað nægum kjarki til að gera barnaverndaryfirvöldum viðvart um ástandið á heimilinu.

Móður þeirra tókst að blekkja alla í kringum sig árum saman. Allt var slétt og fellt á yfirborðinu. Systurnar klæddust svipuðum fötum, hárgreiðslur þeirra voru óaðfinnanlegar og þeir hegðuðu sér alltaf óaðfinnanlega á almannafæri, voru beinar í baki og brostu.

En ef móðir þeirra var ósátt kleip hún þær í handleggina, sló þær með krepptum hnefa í ennið eða undir hökuna en það sem systrunum fannst enn verra, ógeðsleg ummæli um að þær væru ljótar eða líktust mellum. Hótanir um sjálfsvíg. Þessar aðferðir dugðu til að stúlkurnar voru sem freðnar og þorðu ekki að strjúka undan ægivaldi móðurinnar.

Systurnar eru ekki allar samfeðra, tvær þeirra eru það. Feður þeirra reyndu að gera það sem í þeirra valdi stóð til að fá aðstoð handa þeim en móður þeirra tókst alltaf að koma í veg fyrir það.

En þrátt fyrir að systurnar séu nú lausar úr heljargreipum móður sinnar er málinu ekki lokið því þær hafa höfðað mál á hendur borgaryfirvöldum í Óðinsvéum sem þau segja hafa brugðist þeim. Að minnsta kosti 16 tilkynningar höfðu borist til barnaverndaryfirvalda varðandi systurnar en samt sem áður var lítið sem ekkert aðhafst. Starfsfólk félagsþjónustunnar fór í nokkrar heimsóknir á heimilið en boðaði alltaf komu sína með góðum fyrirvara og gat móðirin því undirbúið sig og systurnar undir þessar heimsóknir og lagt þeim lífsreglurnar um hvað þær ættu að segja og gera.

Hægt er að lesa nánar um málið á vef TV2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni