fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Mexíkóska lögreglan fann 45 poka með líkamsleifum starfsmanna úthringivers

Pressan
Mánudaginn 5. júní 2023 20:00

Mexíkóskir lögreglumenn að störfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Guadalajara í Jalisco í Mexíkó fann nýlega 45 poka með líkamsleifum sjö starfsmanna úthringivers. Pokarnir fundust í gili í úthverfi Guadalajara að sögn saksóknara.

Tilkynnt var um hvarf sjömenningana á milli 20. og 22. maí síðastliðinn en þeir störfuðu í úthringiveri í Guadalajara.

CNN segir að það sé mat lögreglunnar að líkamshlutarnir, sem voru í pokunum, séu af umræddum sjömenningum en allt var þetta ungt fólk. Réttarmeinafræðingar eru enn að vinna að rannsókn á líkamshlutunum.

Frá 2018 hafa rúmlega 1.500 lík fundist í Jalisco ef miða má við opinberar tölur. Það sem af er ári hafa 147 lík fundist.

Morðtíðnin í landinu er ein sú hæsta í heimi en þar takast eiturlyfjahringar á innbyrðis og við lögreglu og her landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag

Þóttist vera dáinn til að sleppa við að greiða meðlag
Pressan
Í gær

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni