fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

Trans fólk á sér langa sögu

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 4. júní 2023 11:00

Réttindaganga trans fólks í Frakklandi 2017/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðari árum hafa farið fram miklar umræður, víða um heim, um trans fólk og réttindi þeirra. Ljóst er að trans fólk verður fyrir fordómum og ofbeldi. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, kallaði nýlega eftir því, í tilefni af alþjóðlegum degi gegn mismunun í garð hinsegin fólks, að öll aðildarríkin beittu sér markvisst fyrir að binda enda á mismunun í garð trans fólks, sem og annars hinsegin fólks.

Meðal þeirra sem láta í sér heyra í umræðunni, og eru andsnúnir réttindum trans fólks og telja það ekki mögulegt að upplifun fólks gagnvart kyni sínu samræmist ekki líffræðilegu kyni þess, kemur oft fram að trans fólk og fólk sem passar ekki inn kynjatvíhyggjuna, sem svo lengi hefur verið ríkjandi, hafi í raun ekki verið til fyrr en á síðustu 20-30 árum. Rannsóknir sagnfræðinga hafa hins vegar sýnt fram á að það er ekki rétt.

Fyrsta manneskjunar í heiminum sem gengust undir kynleiðréttingaraðgerð gerðu það á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Alfærðiorðabókunum Brittanica og Wikipedia ber hins vegar ekki saman um nákvæmlega hvaða einstaklingur var fyrstur allra til fara í slíka aðgerð.

Fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem fór í kynleiðréttingaraðgerð gerði það árið 1952. Hún hét Christine Jorgensen. Í sínu fyrra lífi var hún karlmannlegur hermaður en eftir aðgerðina sagðist hún vera miklu hamingjusamari. Hún klæddi sig í litríka og fagra kjóla og gerðist skemmtikraftur. Jorgensen fór aldrei leynt með að hún hefði fæðst í líkama karlmanns og vakti mikla athygli blaða- og fréttamanna.

Christine Jorgensen

Saga fólks sem passar ekki í kynjatvíhyggjuna nær langt aftur

Þegar Jorgensen lét ljóst sitt skína hvað mest hafði hugtakið trans (e. transgender) ekki enn litið dagsins ljós. Það gerðist fyrst á sjöunda áratug síðustu aldar en að náði ekki verulegri útbreiðslu fyrr en undir lok aldarinnar.

Rannsóknir sagnfræðinga hafa hins vegar sýnt fram á að varðveist hafa umfangsmiklar heimildir um að fólk hafi, allt frá fornöld, gengið í berhögg við hefðbundin kynhlutverk karla og kvenna.

Í Súmer, Akkadíu, Grikklandi og Róm til forna voru mörg dæmi um að einstaklingar sem stýrðu trúarlegum athöfnum og voru fæddir í karlmannslíkama hefðu stigið út úr hefðbundnum kynhlutverkum. Þeir voru oft á tíðum hvorki taldir til karla eða kvenna heldur þriðja kynsins.

Dæmi eru um það úr fleiri menningarheimum til forna að fólk hafi verið á skjön við kynjatvíhyggjuna og ekki farið eftir hefðbundum kynjahlutverkum.

Markús Antoníus, sem var oft kallaður Elagabalus, keisari í Rómarveldi á árunum 218-222 klæddist kvenmannsfötum, óskaði eftir að vera kallaður hún og talaði einnig um að hann hefði áhuga á að láta fjarlægja kynfæri sín.

Elagabalus/Brittanica

Varðveist hafa heima heimildir frá miðöldum um fólk sem harmaði mjög að vera fætt í karlmannslíkama en ekki kvenmanns og öfugt.

Maður að nafni Albert Cashier, sem fæddist í líkama konu, barðist í bandarísku borgarastyrjöldinni á 19. öld. Hann klæddist hins vegar eins og karlmaður og barðist eins og hver annar karlmaður. Menn sem börðust við hlið Cashier hrósuðu hans framlagi í hástert en þrátt fyrir það var hann, mörgum árum eftir styrjöldina þegar upp komst að hann væri fæddur í líkama konu, vistaður á geðsjúkrahúsi og neyddur til að klæðast kvenmannsfötum.

Í Bandaríkjunum á 19. öld og fram yfir aldamótin 1900 var mikið um það í hinu svokallaða villta vestri að karlar, konur og fólk úr minnihlutahópum klæddu sig í föt sem pössuðu ekki við fyrirfram skilgreind kynhlutverk. Fólk nýtti sér skort á löggæslu og takmarkaða stjórn hins opinbera til að skoða kynvitund sína og skilgreina hana jafnvel upp á nýtt. Þetta fjallar bandaríski sagnfræðingurinn Peter Boag um í bók sinni Re-Dressing America´s Frontier Past.

Forsíðumynd bókar Peter Boag

Á fyrri hluta 20. aldar komu kynleiðréttingaraðgerðir og hormónameðferðir til sögunnar. Þær fyrstu fóru fram innan sérstakar stofnunar í Þýskalandi, Institut für Sexualwissenschaft. Það breytti lífi trans fólks og hugmyndum fólks um kyn.

Áðurnefnd Christine Jorgensen varð eins konar opinbert andlit trans fólks. Hún og annað trans fólk sem var jafn opinskátt hafði mikil áhrif á að hugtakið trans vann sér smám saman sess. Með aukinni réttindabaráttu trans fólks fór hugtakið að breiðast út um heiminn á tíunda áratug síðustu aldar.

Vandasamt að beita nútíma hugtökum á fortíðina

Sagnfræðingar eru meðvitaðir um að það geti verið umdeilanlegt að nota hugtakið trans yfir fólk sem var uppi áður en þetta hugtak varð til. En reynsla trans fólks getur verið misjöfn og það er engin ein rétt leið til að rannsaka sögu þess.

Í stað þess að festast í hugtökum leggja sagnfræðingar áherslu að á að halda áfram að grafa upp sögu fólks sem bauð kynjatvíhyggjunni og hefðbundnum kynhlutverkum birginn.

Bandaríski sagnfræðingurinn Jules Gill-Peterson hefur mikið rannsakað sögu trans fólks. Hún segir að sagnfræðingar og almenningur verði að snúa baki við þeirri hugmynd að tilvera trans fólks sé tiltölulega nýtilkomin. Trans fólk sem og annað hinsegin fólk sé hluti af sögunni.

Einkum byggt á umfjöllun National Geographic.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum