fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Þess vegna máttu ekki stíga á kúplinguna og bremsuna samtímis

Pressan
Sunnudaginn 4. júní 2023 13:30

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir vita eflaust að það er hægt að stíga á bremsuna áður en stigið er á kúplinguna. En það skiptir miklu máli í hvaða röð þetta er gert.

Margir ökumenn hafa tilhneigingu til að nota kúplinguna sem hluta af bremsutækni sinni en það er ekki snjallt því það getur kostað dýrmæta metra þegar hemlunarvegalengdin skiptir miklu máli.

Þetta kemur fram á heimasíðu Bo´s Trafikskole þar sem segir að í stað þess að stíga á kúplinguna þegar stigið er á bremsuna, skipti öllu að einblína á að láta vélina hægja á sér að ákveðnu marki og forðast að stíga á kúplinguna í upphafi.

Ef þú lendir í neyðaraðstæðum og verður að nauðhemla, missir þú heila sekúndu ef þú stígur fyrst á kúplinguna og síðan á bremsuna.

Ef tekið er sem dæmi að þú akir á 80 km/klst þá ferðu 22 metra á sekúndu. Ef þú notar þessa sekúndu til að stíga á kúplinguna í staðinn fyrir bremsuna, þá ertu búin(n) að „sóa“ 22 metrum. Þetta getur haft banvænar afleiðingar.

Það er því rétt að hafa í huga að þegar kemur að umferðaröryggi skiptir hver sekúnda máli og það sama á við um hvern metra.

Með því að einbeita sér að bremsunni og forðast að kúpla í upphafi hemlunar, getur þú brugðist hraðar við í neyðarvikum og hugsanlega bjargað bæði eigin lífi og annarra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn