fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Loftslagsbreytingarnar gætu valdið risaflóðbylgjum á Suðurskautinu

Pressan
Laugardaginn 3. júní 2023 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skriður í botnlögum undir sjávarbotninum við Suðurskautið gætu valdið risastórum flóðbylgjum. Þetta getur verið ein afleiðing hlýnandi sjávar.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að loftslagsbreytingarnar geta valdið risastórum jarðvegsskriðum undir sjávarborði og þær geta myndað risastórar flóðbylgjur. Live Science skýrir frá þessu.

Fram kemur að vísindamenn hafi borað mörg hundruð metra niður í botnlögin undir sjávarborðinu við Suðurskautið og hafi þá komið í ljós að á fyrri hlýnunarskeiðum, fyrir 3 til 15 milljónum ára, hafi laus jarðlög  myndast og runnið af stað og valdið risastórum flóðbylgjum sem hafi náð til stranda Suður-Ameríku, Nýja-Sjálands og Suðaustur-Asíu.

Sjórinn hlýnar samhliða loftslagsbreytingunum og telja vísindamenn að það geti valdið því að risaflóðbylgjur myndist aftur á þessum slóðum. Rannsókn þeirra var nýlega birt í vísindaritinu Nature Communications.

Skriður neðansjávar eru mjög hættulegar og geta valdið flóðbylgjum sem geta orðið mörgum að bana sagði Jenny Gales, hjá University of Plymouth, í fréttatilkynningu. Hún sagði að rannsókn hennar og samstarfsfólks sýni vel að við verðum að auka skilning okkar á hvaða áhrif loftslagsbreytingarnar geta haft á jafnvægið í hinum ýmsu heimshlutum og hættunni á flóðbylgjum í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar