fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Pressan

„Groundhog Day“ heilkenni lét manninum finnast sem hann væri sífellt að upplifa sömu hlutina

Pressan
Laugardaginn 10. júní 2023 18:00

Bill Murray fór með aðalhlutverkið í Groundhog Day.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú hefur séð kvikmyndina „Groundhog Day“ þá manstu að aðalpersónan upplifði sama daginn hvað eftir annað. Þegar hann vaknaði á morgnana tók sami dagurinn við og daginn áður. Hann var sá eini sem upplifði þetta og vissi af þessu.

Það var eitthvað í þessa veru sem fór að gerast hjá manni á níræðisaldri. Honum fannst hann upplifa sömu atburðina aftur og aftur.

Skýrt er frá málinu í vísindaritinu BMJ Case Reports. Þar kemur fram að maðurinn hafi meðal annars kvartað undan rafbók, sem hann var að lesa, því hann taldi hana alltaf sýna honum sama innihaldið. Hann setti sig einnig í samband við sjónvarpsvirkja því sjónvarpið hans sýndi honum alltaf sömu fréttirnar að því að hann taldi.

Þegar maðurinn var beðinn um að lýsa upplifun sinni með eigin orðum, sagði hann: „Hvert sem ég fer, er sama fólkið sömu megin við götuna, sömu bílarnir fyrir aftan mig og sama fólkið í þeim . . . sama fólkið fer út úr bílunum í sömu fötunum, með sömu pokana, segir sömu hlutina . . . ekkert er nýtt.“

Í umfjöllun BMJ kemur fram að líklega megi rekja þetta til sjaldgæfrar útgáfu af Alzheimerssjúkdómnum. Einkenni af þessu tagi koma stundum fram hjá fólki sem þjáist af taugasjúkdómum á borð við Alzheimers að því er segir í umfjölluninni í BMJ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neanderdalsmenn veiddu hellaljón fyrir 48.000 árum

Neanderdalsmenn veiddu hellaljón fyrir 48.000 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geimfarar á Mars munu sjá grænan himinn

Geimfarar á Mars munu sjá grænan himinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússnesk rannsókn styður við kenningar um að Pútín sé fárveikur og notist við tvífara

Rússnesk rannsókn styður við kenningar um að Pútín sé fárveikur og notist við tvífara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekin fyrir að reyna að kveikja í sögufrægu húsi

Handtekin fyrir að reyna að kveikja í sögufrægu húsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona kveikti í mynd af látinni ömmu fyrrverandi kærasta

Kona kveikti í mynd af látinni ömmu fyrrverandi kærasta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún tók mynd af matnum á veitingastað og póstaði á samfélagsmiðla – Það reyndust dýrkeypt mistök

Hún tók mynd af matnum á veitingastað og póstaði á samfélagsmiðla – Það reyndust dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fór óvenjulega leið til að hita bílinn upp – Bíllinn brann og stórtjón varð á íbúðarhúsi

Fór óvenjulega leið til að hita bílinn upp – Bíllinn brann og stórtjón varð á íbúðarhúsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjögurra barna móðir glímir við hryllileg veikindi vegna langvarandi COVID – Vill binda enda á líf sitt

Fjögurra barna móðir glímir við hryllileg veikindi vegna langvarandi COVID – Vill binda enda á líf sitt