fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

Óhugnanleg uppgötvun á íþróttavelli – Móðirin hefur játað

Pressan
Fimmtudaginn 1. júní 2023 22:00

Kristie Haas. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikinn óhug þegar maður, sem var að viðra hundinn sinn, fann líkamsleifar barns á íþróttavelli í Smyrna í Delaware í Bandaríkjunum í september 2019. Nú hefur móðir barnsins játað að hafa myrt það og losað sig við líkamsleifarnar á íþróttavellinum.

Talið er að barnið, sem var þriggja ára stúlka að nafni Emma Grace Cole, hafi látist mörgum vikum áður en líkamsleifar hennar fundust. Þær voru svo illa farnar að lögreglan þurfti að láta gera tölvumynd af stúlkunni þegar reynt var að bera kennsl á hana.

Þetta reyndist vera lík Emma sem hafði búið með fjölskyldu sinni nærri íþróttavellinum.

Ári eftir að líkamsleifarnar fundust voru móðir hennar og stjúpfaðir handtekin, grunuð um að hafa orðið henni að bana. Í síðustu viku játaði móðir hennar, hin 31 árs Kristie Haas, að hafa orðið dóttur sinni að bana.

Hún játaði einnig ósæmilega meðferð á líki og að hafa þrisvar sinnum stefnt velferð og heilsu barns í hættu.

Haas á þrjú önnur börn og vilja saksóknarar að hún verði svipt réttinum til að umgangast þau. Segja þeir að hún og maður hennar, Brandon Haas, hafi neitað Emmu um mat og læknisaðstoð og hafi „pyntað hana eða misþyrmt“.

Telja saksóknarar einnig að þau hafi látið börnin hreyfa sig allt of mikið og beitt þau óviðeigandi líkamlegum refsingum.

„Það sem hin kærða gerði dóttur sinni er viðbjóðslegt og nú ljúkum við flóknu og skelfilegu máli,“ sagði Kethy Jennings, saksóknari, í kjölfar játningar Haas. Réttarhöld yfir henni hefjast 10. júlí og á hún allt að 50 ára fangelsi yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum