fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Pressan

Niðurstaðan liggur fyrir – Þess vegna minnkar vatnsmagnið í stærstu vötnum heims

Pressan
Fimmtudaginn 1. júní 2023 09:00

Vatnsmagnið er í sögulegu lágmarki í Meadvatni og eitt og annað kemur því í ljós. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatnsmagnið í mörgum af stærstu vötnum heims fer minnkandi og nú er búið að finna skýringuna á hvað veldur þessu.

CNN skýrir frá þessu og segir að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá séu það loftslagsbreytingarnar og mikil vatnsnotkun jarðarbúa sem valda þessu.

Vötn þekja um 3% af yfirborði jarðarinnar en þau eru uppspretta 90% alls ferskvatns og eru meðal annars notuð sem drykkjarvatn, við vökvun og við rafmagnsframleiðslu.

Á síðustu misserum hafa margar fréttir borist af minnkandi vatnsmagni í Lake Mead í Bandaríkjunum en þetta gríðarlega stóra uppistöðulón er vatnsuppspretta margra milljóna Bandaríkjamanna. Sama staða er uppi á teningnum víðar um heim.

Í nýju rannsókninni báru vísindamenn við University of Colorado Boulder saman gervihnattarmyndir frá 1992 til 2020 og sáu að vatnsyfirborð margra vatna hafði lækkað. Tæplega 2.000 vötn og uppistöðulón voru til skoðunar.

53% þeirra höfðu misst „mikið magn“ vatns eða sem svarar til 22 milljarða rúmmetra vatns.

Fangfang Yao, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að mikilvægur þáttur, sem er oft ekki tekinn með, sé að vatnsgæðin minnka samhliða hlýnandi loftslagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Playboyerfðaprinsinn eyddi OnlyFanstekjum sínum í Pokémon-spil og myndasögublað – Eiginkonan allt annað en ánægð

Playboyerfðaprinsinn eyddi OnlyFanstekjum sínum í Pokémon-spil og myndasögublað – Eiginkonan allt annað en ánægð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pizzu-erfðaefnið stemmir og tengir arkitekt dauðans við fórnarlamb – Rex vill vopnin til baka svo hann geti séð fyrir Ásu og börnum

Pizzu-erfðaefnið stemmir og tengir arkitekt dauðans við fórnarlamb – Rex vill vopnin til baka svo hann geti séð fyrir Ásu og börnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svarta ekkjan vill fá lausn úr fangelsi – Hefur mannslíf á samviskunni

Svarta ekkjan vill fá lausn úr fangelsi – Hefur mannslíf á samviskunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rappari dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir morð

Rappari dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myrti móður sína með pönnu og hníf til að ekki kæmist upp um leyndarmálið

Myrti móður sína með pönnu og hníf til að ekki kæmist upp um leyndarmálið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrennt handtekið vegna andláts eins árs drengs

Þrennt handtekið vegna andláts eins árs drengs