Lögreglan tilkynnti þá að hún sé 100% viss í sinni sök um að Franklin Maywood Romine hafi myrt Sharron. Hann bjó í Montreal á þeim tíma þegar Sharron var myrt og átti langan sakarferil að baki, þar á meðal nauðgunardóm árið 1974. Lýsingin á morðingjanum passaði við Romine og hjólför, sem fundust nærri líki Sharron, pössuðu við bílinn sem Romine átti á þessum tíma.
DNA fannst á vettvanginum 1975 en það var ekki nægilega gott til að hægt væri að gera rannsókn á því eða nota fyrir dómi. Það var samt sem áður geymt í þeirri von að tækninni myndi fleygja svo mikið fram að hægt yrði að nota það dag einn til að bera kennsl á morðingja Sharron.
Sýnin voru send til rannsóknarstofu í Vestur Virginíu fyrir fjórum árum til rannsóknar. Þau reyndust passa við erfðaefni úr ættingjum Romine. Hann lést 1982 við dularfullar kringumstæður. DNA úr bræðrum hans líktust mjög sýnunum sem fundust nærri líki Sharron.
Lík Romine var grafið upp nýlega úr kirkjugarði í Vestur Virginíu og DNA-sýni tekið úr því. Það reyndist passa við sýnin sem fundust 1975.
Yvonne Prior, móðir Sharron, er á lífi. Hún hefur í öll þessi ár reynt að halda málinu opnu í þeirri von að morðinginn myndi finnast.