fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

Grunaður um morð og að hafa fryst líkið – Nú eru nýjar kærur komnar fram

Pressan
Fimmtudaginn 1. júní 2023 06:55

Sænskir lögreglumenn við störf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norskur maður, búsettur í Värmland í Svíþjóð, er grunaður um að hafa myrt sambýliskonu sína og að hafa síðan sett lík hennar í frystikistu. Nú hafa ný kæruatriði bæst við málið.

Aftonbladet skýrir frá þessu og segir að maðurinn sé nú grunaður um að umfangsmikil fjársvik sem stóðu yfir frá 12. janúar 2018 til 28. febrúar 2023.

Linda Karlsson, saksóknari, sagði í samtali við Aftonbladet að fjársvikin snúist um að maðurinn hafi orðið sér úti um aðgang að fjármálum hinnar látnu og þannig hafi hann getað tekið lífeyrisgreiðslur hennar og nýtt í eigin þágu. Brotið er talið gróft því um kerfisbundinn þjófnað var að ræða og upphæðin er há, eða sem svarar til um 19 milljóna íslenskra króna.

Hvað varðar það mat lögreglunnar að brotin hafi staðið yfir frá 12. janúar 2018 þá tengist það mati lögreglunnar á hvenær konan var myrt.

Sænska ríkisútvarpið segir að maðurinn hafi viðurkennt að hafa geymt líkið í frysti frá 2018.

Lögreglan hefur áður sagt að maðurinn hafi í upphafi viðurkennt að hafa orðið konunni að bana en síðan hafi hann breytt framburði sínum og þvertaki fyrir að hafa verið viðriðinn andlát hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórbruni í brúðkaupsveislu varð yfir 100 manns að bana

Stórbruni í brúðkaupsveislu varð yfir 100 manns að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítið barn og tveir fullorðnir skotnir til bana vegna deilna um hundakaup

Lítið barn og tveir fullorðnir skotnir til bana vegna deilna um hundakaup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún sýnir sig sjaldan opinberlega – „Hún er hættulegasta kona heims“

Hún sýnir sig sjaldan opinberlega – „Hún er hættulegasta kona heims“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsbíllinn Perseverance bjó til súrefni

Marsbíllinn Perseverance bjó til súrefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Flugvallaröryggisvörður gleypti stolna peningaseðla – Staðhæfir að þetta hafi verið súkkulaði

Flugvallaröryggisvörður gleypti stolna peningaseðla – Staðhæfir að þetta hafi verið súkkulaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

James Webb geimsjónaukinn sér hugsanleg ummerki um líf í lofthjúp fjarlægrar plánetu

James Webb geimsjónaukinn sér hugsanleg ummerki um líf í lofthjúp fjarlægrar plánetu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta