fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint

Pressan
Fimmtudaginn 1. júní 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skila átti bókinni „A History of the United States“ á bókasafn eitt í Kaliforníu í síðasta lagi þann 21. febrúar 1927. En lántakandinn skilaði henni ekki á tilsettum tíma. En nýlega birtist dularfullur maður á safninu og skilaði bókinni.

Sky News segir að starfsfólk St Helena bókasafnsins hafi verið mjög hissa þegar maðurinn kom og skilaði bókinni, 96 árum of seint. Hún er eftir bandaríska sagnfræðinginn Benson Lossing og er talið að hún hafi verið gefin út 1881.

Skilvísi maðurinn gaf ekki upp neinar upplýsingar um sig áður en hann yfirgaf safnið.

Hann þurfti þó ekki að óttast að vera krafinn um sekt því safnið hætti að krefja lántakendur um greiðslu, fyrir að skila bókum of seint, fyrir fjórum árum. Ef sektargreiðslur hefðu enn verið við lýði hefði sektin verið 1.756 dollarar.

Inni í bókinni var upphaflegi lánsmiðinn þar sem fram kemur að hafa megi bókina að láni í tvær vikur og að greiða þurfi fyrir skemmdir á henni eða ef hún glatast.

Starfsfólk bókasafnsins vonast til að geta haft uppi á manninum til að öðlast vitneskju um hvernig hann komst yfir bókina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum