fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?

Pressan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 06:55

Mynd: NOAA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háhyrningar hafa ráðist á og sökkt þremur bátum við evrópskar stendur að undanförnu og virðast nú vera að kenna öðrum háhyrningum hvernig á að sökkva bátum.

Live Science segir þrír háhyrningar hafi ráðist á skútu í Gíbraltarsundi aðfaranótt 4. maí og skemmt stýrisblað hennar. Skipstjórinn, Werner Schaufelberger, sagði í samtali við Yacht að um tvo fullorðin dýr hafi verið að ræða og einn kálf. Kálfurinn hafi hrist stýrisblaðið á meðan fullorðnu dýrin syntu á hlið skipsins af fullu afli hvað eftir annað. Spænska strandgæslan kom til aðstoðar og dró skútuna til hafnar í Barbate en þar sökk hún í hafnarmynninu.

Tveimur dögum áður réðust sex háhyrningar á seglskútu í Gíbraltarsundi. Greb Blackburn, sem var um borð í skútunni, sagði að svo hafi virst sem kýrin hafi verið að kenna afkvæmum sínum hvernig á að ráðast á stýrisblaðið. „Þetta var greinilega einhverskonar kennsla sem var í gangi,“ sagði hann í samtali við 9news.

Fyrstu fréttir af hegðun af þessu tagi undan ströndum Íberíuskaga bárust í maí 2020 og fer árásum af þessu tagi nú fjölgandi að því er kemur fram í rannsókn sem var birt í júní 2022 í vísindaritinu Marine Mammal Science.

Segir þar að árásirnar beinist aðallega að seglskútum og að aðferðarfræði háhyrninganna sé skýr. Þeir komi aftan að skútunum og ráðist á stýrisblað þeirra. Þegar þeim hafi tekist að stöðva siglingu þeirra missi þeir áhugann.

Alfredo López Fernandez, líffræðingur og meðhöfundur rannsóknarinnar, sagði að flestar þessara árása hafi ekki endað með miklu tjóni. Af rúmlega 500 tilfellum frá 2020 hafi þrjár skútur/bátar sokkið. Sagði hann að vísindamenn telji að háhyrningarnir ráðist á eitt af hverjum hundrað skipum sem sigla um slóðir þeirra.

Þetta er ný hegðun hjá dýrunum og telja vísindamenn að erfið lífsreynsla eins dýrs gæti hafa valdið hegðunarbreytingu hjá því og síðan hafi önnur dýr lært af þessu dýri.

„Háhyrningarnir gera þetta viljandi, auðvitað, við vitum ekki ástæðuna fyrir þessu en varnarhegðun, sem er afleiðing áfalls, er kenning sem við höllumst sífellt meira að,“ sagði Fernandez.

Háhyrningar eru miklar félagsverur sem geta auðveldlega lært af hver öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum