fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Pressan

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði

Pressan
Mánudaginn 29. maí 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var komið að stóra deginum hjá Kanadabúunum Brittany Cook og Clayton Cook. Þetta var 22. september 2017. Þau ætluðu að ganga í hjónaband og heita hvort öðru að verja lífinu saman. En dagurinn fór allt öðruvísi en Brittany hafði ímyndað sér.

Þau höfðu fengið ljósmyndarann Darren Hatt til að sjá um myndatökuna á þessum stóra degi. En hvorki þau né Hatt óraði fyrir að hann myndi taka myndir þennan dag sem myndu birtast í fjölmiðlum víða um heim.

Myndatakan af brúðhjónunum fór fram í stórum garði. Þar komu brúðhjónin auga á hóp lítilla barna sem voru að leik.

Clayton sá að þau voru að leika sér við vatnið í garðinum og fékk strax slæma tilfinningu.

Þegar komið var að því að taka myndir af Brittany einni fannst henni sem Clayton væri öðruvísi en hann átti að sér. Þegar hún sneri síðan við til að kíkja á hann, sá hún hann ekki, hann var horfinn.

Skömmu síðar sá hún hann síðan birtast skyndilega upp úr vatninu og veifa handleggjunum. Hún hélt í fyrstu að hann væri að grínast en það var alls ekki þannig, grafalvarleg staða hafði komið upp. Hann hafði bjargað litlum dreng frá drukknun.

Clayton bjargar drengnum upp úr. Skjáskot/YouTube

Kanadíska sjónvarpsstöðin Global News segir að Clayton hafi horft á börnin með myndir voru teknar af Brittany. „Ég sá bara tvö börn en þau áttu að vera þrjú. Ég hugsaði með mér að ég ætti að kanna þetta til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi og já, þegar ég kom að vatninu sá ég að þriðja barnið var í því og barðist við að halda sér á floti,“ sagði hann.

Hann flýtti sér út í og náði barninu, dreng, og kom honum á þurrt.

Hann sagði að annað hinna barnanna hafi játað að hafa óvart ýtt við drengnum með þeim afleiðingum að hann datt út í.

„Það er eins og þetta hafi verið örlögin, að honum hafi verið ætlað að vera þarna,“ sagði Brittany í samtali við CTV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans

Drápu risastóran krókódíl eftir að líkamsleifar manneskju sáust í kjafti hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“

Morðin á vinunum fjórum skóku þjóðina – „Hún var föst“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta

Mjög vel varðveitt 2.700 ára beinagrind gæti verið fórnarlamb jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum

Svarthol gæti verið miklu nær jörðinni en við höldum