fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Pressan

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak

Pressan
Miðvikudaginn 24. maí 2023 18:12

Myndir/Bryan Johnson á Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknisnillingurinn og frumkvöðullinn Bryan Johnson hefur varið gífurlegu fjármagni og tíma í að sigra tímans tönn, en hans helsta markmið er að ná að yngja líkama sinn upp, og eins og Benjamin Button í samnefndri kvikmynd – eldast á afturábak.

Bryan er 45 ára gamall og er metinn á um 57 milljarða króna, svo hann hefur nægt fjármagn og tíma til að eltast við markmið sitt.

Hann hefur sett stefnuna á að fá líffæri sín, þar á meðal húðina, blöðruna, heilan, liminn, hjartað og endaþarminn, til að starfa aftur líkt og hann væri bara 18 ára gamall.

Þetta er ekki auðvelt verkefni, og alls ekki gefins. Bryan hefur varið gífurlegum peningum í ýmsar heilbrigðisrannsóknir og meðferðir. Sérfræðingar sjá um að reikna út hvernig og hversu mikið hann á að sofa, hvað hann á að borða, hvernig hann eigi að hreyfa sig og svo framvegis – allt í þeim tilgangi að koma Bryan í svo gott form að ekkert nema persónuskilríki hans geti gefið upp raunverulegan aldur hans.

Hann hreyfir sig í klukkustund á dag, borðar grænkerafæði og nákvæmlega 1.977 hitaeiningar, fer að sofa og vaknar á sama tíma á hverjum degi og gengst undir allskonar tilraunakenndar meðferðir.

Þrjár kynslóðir skiptast á blóði

Sú nýjasta hefur þó vakið töluverða athygli. Nú hefur hann fengið son sinn í lið með sér til að vera svokallaður „blóð strákur“ (e. blood boy). Fyrir þá, líklega mörgu, sem ekki vita hvað felst í því hugtaki þá er um að ræða athæfi sem þeir ríkustu stunda til að reyna tefja fyrir öldrunareinkennum. Þeir kaupa því blóð úr svokölluðum blóð strákum, láta vinna úr því plasma, og sprauta því svo í eigin líkama. Svona plasma-gjafir tíðkast svo sem, en þá í tilvikum þar sem plasmaþeginn er að glíma við sjúkdóm á borð við lifrasjíkdóm, blóðstorkusjúkdóm eða alvarleg brunasár.

Þeir sem líta á sig sem sérstaa baráttu menn gegn öldrun trúa því þó að með því að sprauta sig með plasma úr yngri manneskju gangi líkaminn í gegnum ákveðna endurnýjun og geri þeim þar með kleift að lifa lengur.

Þetta er umdeild meðferð og kostar hundruð þúsunda, og blóðgjafarnir fá bara brota brot af þeim peningum.

Bryan ákvað að prófa þessa meðferð og í stað þess að verja tíma í að finna blóðgjafa sem hentaði honum ákvað hann að nýta sinn eigin son. Þeim tókst eins að plata föður Bryans til að taka þátt með þeim og verða þeir því þrjár kynslóðir karlmanna í sömu fjölskyldu að skiptast á blóði.

Mun ferlið virka þannig að sonurinn, Talmage, lætur draga úr sér líter af blóði sem er svo sett í vél sem skiptir blóðinu í plasma, blóðflögur og rauðkornaþykkni. Bryan lætur einnig draga úr sér líter af blóði á meðan plasmanu úr syni hans er dælt í gegnum æðar hans. Síðan lætur faðir Bryans ,Richard, draga úr sér blóð á meðan plasmað úr Bryan er dælt í gegnum hans æðar.

Sérfræðingar hafa varað við meðferðinni og bent á að engar rannsóknir hafi sannreynt að hún geti gagnast gegn öldrun. Engu að síður sver Bryan að meðferðinni takist ætlunarverk sitt.

Það er ekki laust við að maður hugsi um vampírur þegar maður heyrir af þessri meðferð. Vampírur eldast ekki, þær drekka blóð úr öðrum, og þær forðast sólina. Helsta ástæða ótímabærrar öldrunar hefur verið tengt við skaðlega geislun frá sólinni og nú virðist Bryan í það minnsta trúa því að yngingarmáttur leyndist í blóði okkar. Kannski eru því vampírur í rauninni ekki goðsagnakenndar verur, heldur frumkvöðlar sem hafa fundið lausnina að eilífu lífi. Maður spyr sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grunaður um morð og að hafa fryst líkið – Nú eru nýjar kærur komnar fram

Grunaður um morð og að hafa fryst líkið – Nú eru nýjar kærur komnar fram
Pressan
Fyrir 3 dögum

Krókódílabóndi tættur í sundur eftir að hann datt ofan í krókódílagryfju

Krókódílabóndi tættur í sundur eftir að hann datt ofan í krókódílagryfju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hákarl beit fótlegg af konu

Hákarl beit fótlegg af konu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald – Grunaður um nauðgun og að hafa myndað ofbeldisverkið

Úrskurðaður í gæsluvarðhald – Grunaður um nauðgun og að hafa myndað ofbeldisverkið