fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Pressan

Ákærður fyrir morð 9 árum eftir að lík 5 ára drengs fannst í ferðatösku í vegkanti

Pressan
Þriðjudaginn 23. maí 2023 22:00

Jeremiah Oliver. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2014 fannst lík Jeremiah Oliver, 5 ára, í ferðatösku í vegkanti við Interstate 190 veginn í Sterling í Massaschusetts í Bandaríkjunum.

Nú hefur verið gefin út ákæra á hendur Alberto L. Sierra Jr, 32 ára, fyrir að hafa myrt Jeremiah og losað sig við lík hans fyrir tæpum áratug. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá saksóknara í Worcester County.

Sierra er í gæsluvarðhaldi og getur ekki fengið lausn gegn greiðslu tryggingar. People segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort hann játi eða neiti sök.

Jeremiah, sem bjó með móður sinni og systkinum í Fitchburg, hvarf síðla árs 2013. Eins og fyrr sagði þá fannst lík hans í apríl 2014, sjö mánuðum eftir hvarf hans. Líkið var í ferðatösku í vegkantinum við Interstate 190, um 20 km frá heimili hans.

Krufning leiddi í ljós að hann hafði verið beittur miklu ofbeldi sem leiddi til dauða hans.

Sierra átti í ástarsambandi við móður Jeremiah, Elsa Oliver, þegar hann hvarf. Ekki var tilkynnt um hvarf hans fyrr en tveimur mánuðum síðar og var það þá eldri systir hans sem sagði kennara frá því að bróðir hennar væri horfinn að sögn CBS News.

Í kjölfar líkfundarins voru þrír starfsmenn barnaverndaryfirvalda reknir úr starfi fyrir vanrækslu og yfirmaður barnaverndaryfirvalda sagði sjálfur upp að sögn the Boston Globe.

MassLive.com segir að móðir Jeremiah og Sierra hafi verið fundin sek um að hafa beitt systkini hans ofbeldi og var þeim komið í fóstur í kjölfarið. Í einu tilfelli voru þau neydd til að krjúpa í kaldri sturtu í refsingarskyni.

Sierra var dæmdur í sex til sjö ára fangelsisvistar 2017 fyrir líkamsárás á Elsa Oliver og systkini Jeremiah.

Elsa Oliver játaði fyrir dómi árið 2017 að hafa stefnt lífi og velferð barna sinna í hættu og að hafa beitt þau ofbeldi. Hún var dæmd í sjö og hálfs árs fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint

Betra seint en aldrei – Bókinni var skilað tæpum 100 árum of seint
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grunaður um morð og að hafa fryst líkið – Nú eru nýjar kærur komnar fram

Grunaður um morð og að hafa fryst líkið – Nú eru nýjar kærur komnar fram
Pressan
Fyrir 3 dögum

Krókódílabóndi tættur í sundur eftir að hann datt ofan í krókódílagryfju

Krókódílabóndi tættur í sundur eftir að hann datt ofan í krókódílagryfju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hákarl beit fótlegg af konu

Hákarl beit fótlegg af konu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald – Grunaður um nauðgun og að hafa myndað ofbeldisverkið

Úrskurðaður í gæsluvarðhald – Grunaður um nauðgun og að hafa myndað ofbeldisverkið