fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Þess vegna svimar þig þegar þú stendur hratt upp

Pressan
Laugardaginn 20. maí 2023 18:00

Þessi hefur kannski lagst út af vegna svima.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir upplifa svima þegar þeir standa hratt upp, bæði úr sitjandi stöðu og liggjandi.  En hvað veldur þessu?

Ástæðuna má rekja til þess að vegna áhrifa þyngdaraflsins þá getur blóðið safnast fyrir í æðunum í neðri hluta líkamans.

Yfirleitt getur líkaminn brugðist við með hröðum viðbrögðum sem koma í veg fyrir lækkaðan blóðþrýsting en ef einhver að þessum viðbrögðum koma of seint eða virka ekki rétt, fellur blóðþrýstingurinn í heilanum og það veldur svima.

Til að koma í veg fyrir svima þarf að sýna varkárni og ekki skipta hratt um stellingu. Þetta á við þegar þú beygir þig niður og stendur upp eða þegar þú stendur upp úr sitjandi stellingu.

Ef sviminn er svo alvarlegur að þér finnst eins og það sé að líða yfir þig eða þá að sviminn hverfur ekki hratt, þá skaltu setjast eða leggjast niður samstundis.

Það er sérstaklega mikilvægt að sýna aðgæslu þegar farið er fram úr rúminu. Sittu á sængurkantinum í nokkrar sekúndur áður en þú stendur upp og bíddu í nokkrar í viðbót áður en þú ferð að ganga. Þetta er til að líkaminn hafi tíma til að bregðast við.

Farðu líka varlega á morgnana eða eftir hafa legið í langan tíma og þú stendur upp um miðja nótt til að fara á klósettið. Einnig eftir stórar máltíðir eða heitt bað.

En það eru fleiri atriði sem geta haft áhrif á blóðþrýstinginn þegar þú stendur upp. Til dæmis aldur, lyf, heilsufarsvandamál, vökvaskortur og jafnvel skortur á líkamsþjálfun geta tengst svima. Ef þetta gerist oft, þá skaltu leita til læknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar