En ekki leið á löngu áður en hún áttaði sig á ástæðunni. Þau flokkuðu matinn eftir því hvað þau höfðu þörf fyrir og hverju þau gætu sleppt til að halda útgjöldunum innan marka. Opposing Views skýrir frá þessu.
Rachel skýrði síðan frá þessu á Facebook og sagði að hún hafi sagt við fólkið að þau gætu bara sett allt það sem þau vildu á færibandið þennan daginn, hún myndi greiða fyrir vörurnar.
Hún segir að móðirin hafi bara starað á hana og ein af litlu stúlkunum hafi þerrað tár úr augum sér.