fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Pressan

Nýjar vendingar í máli Emilie Meng – „Þetta er stórt skref“

Pressan
Föstudaginn 19. maí 2023 04:20

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn var 32 ára karlmaður, sem var handtekinn í apríl á Sjálandi í Danmörku grunaður um að hafa numið 13 ára stúlku á brott og beitt hana ítrekuðu kynferðisofbeldi, færður fyrir dómara. Þar fór lögreglan fram á að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir honum yrði víkkaður út.

Áður hafði hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brottnáms 13 ára stúlkunnar og meints kynferðisofbeldis gagnvart henni. Lögreglan kynnti nýlega að hún væri nú að rannsaka hugsanleg tengsl mannsins við morðið á Emilie Meng, sem var myrt í júlí 2016 og nauðgunartilraun í nóvember á síðasta ári þegar ráðist var á 15 ára stúlku.

Á miðvikudaginn fór lögreglan fram á að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði víkkaður út og næði einnig yfir mál Emilie Meng og 15 ára stúlkunnar.

Dómarinn féllst á kröfu lögreglunnar og í úrskurði sínum lagði hann áherslu á að niðurstaða krufningar á Emilie Meng og kringumstæðurnar við líkfund hennar hafi átt þátt í þessari niðurstöðu.

Einnig skipti máli að maðurinn átti silfurgrá Hyundai i30 bifreið á þeim tíma sem Emilie Meng var myrt en lögreglan lýsti eftir slíkum bíl á sínum tíma. Dómarinn sagði einnig að ákveðin innkaup mannsins í byggingavöruverslun tengi hann hugsanlega við málið sem og að farsími hans notaðist við sendi nærri þeim stað sem Emilie Meng hvarf á. Við rannsókn á heimili hans fann lögreglan eitthvað í tölvu hans sem tengir hann við málið og einnig DNA.

Hvað varðar mál 15 ára stúlkunnar þá bendir flest til að DNA úr manninum hafi fundist á jakka hennar og farsími hans var tengdur við sendi á því svæði sem árásin átti sér stað.

Mai-Brit Storm Thygesen, lögmaður fjölskyldu Emilie Meng, sagði í samtali við B.T. að það sé „mjög stórt skref hjá lögreglunni“ að segja að hún hafi nú svo miklar sannanir að hún vilji víkka gæsluvarðhaldsúrskurðinn út þannig að maðurinn  verði nú einnig í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á Emilie Meng. Hún sagði að samkvæmt því sem kom fram fyrir dómi þá hafi lögreglan „sterk spil á hendi“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?
Pressan
Í gær

Telja að fjögur börn séu á lífi í Amazon – Hefur verið saknað síðan 1. maí

Telja að fjögur börn séu á lífi í Amazon – Hefur verið saknað síðan 1. maí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur ferðamaður lést eftir að verða fyrir eldingu í sjósundi

Breskur ferðamaður lést eftir að verða fyrir eldingu í sjósundi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði