fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Pressan

Stúlka fannst eftir að hafa verið numin á brott fyrir sex árum

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 17. maí 2023 13:00

Kayla Unbehaun áður en hún hvarf

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kayla Unbehaun hvarf frá heimabæ sínum í Illinois-ríki í Bandaríkjunum árið 2017 þegar hún var tæplega níu ára gömul. Fjallað var um hvarf hennar í sjónvarpsþáttunum Unsolved Mysteries sem aðgengilegir eru á efnisveitunni Netflix. Þátturinn um mál Kayla var sýndur í nóvember 2022.

Talið var full víst að  móðir hennar, Heather Unbehaun, hefði numið hana á brott. Fyrst var lýst eftir Kayla í júlí 2017 eftir að hún og móðir hennar mættu ekki til fundar við föður stúlkunnar, Ryan Iserka. Þar með hafði móðirin gerst brotleg við dómsúrskurð um skiptingu forræðis yfir Kayla. Í kjölfarið var gefin út handtökuskipun á hendur Heather sem gilti um öll Bandaríkin.

Í frétt E-Online kemur fram að 13. maí síðastliðinn hafi verslunareigandi í Asheville í Norður-Karólínu ríki þekkt stúlkuna, sem nú er 15 ára gömul, og móður hennar eftir að hafa horft á þáttinn og haft samband við yfirvöld. Kayla var sett í umsjá barnaverndaryfirvalda og móðir hennar handtekin.

Í yfirlýsingu lögreglunnar í South Elgin í Illinois, sem fór með rannsóknina á hvarfi stúlkunnar, þakkaði hún öðrum lögregluembættum fyrir aðstoðina og almennum borgurum um öll Bandaríkin sem veittu ábendingar.

Ryan Iserka sagðist yfir sig ánægður að fá tækifæri til að hitta dóttur sína á ný. Hann þakkaði öllum sem komu að leitinni bæði lögreglu og sjálfboðaliðum og bað að lokum um svigrúm til að hann og Kayla gætu fengið tækifæri til að kynnast upp á nýtt.

Heather Unbehaun var látin laus gegn tryggingu og á að mæta fyrir rétt í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?
Pressan
Í gær

Telja að fjögur börn séu á lífi í Amazon – Hefur verið saknað síðan 1. maí

Telja að fjögur börn séu á lífi í Amazon – Hefur verið saknað síðan 1. maí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur ferðamaður lést eftir að verða fyrir eldingu í sjósundi

Breskur ferðamaður lést eftir að verða fyrir eldingu í sjósundi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði