fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Pressan

Stefndi fyrirtækinu af því að hann fékk ekki launahækkun í 15 ár – Var í veikindaleyfi öll þessi ár

Pressan
Þriðjudaginn 16. maí 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvusérfræðingurinn Ian Clifford stefndi nýlega IBM tölvufyrirtækinu fyrir úrskurðarnefnd og sagðist verða fyrir mismunun vegna fötlunar sinnar því hann hefði ekki fengið launahækkun síðustu 15 ár en hann hefur verið í veikindaleyfi öll þessi ár.

Mirror segir að Clifford hafi farið í veikindaleyfi 2008 og hafi ekki snúið aftur til vinnu síðan. Hann fær rúmlega 54.000 pund í árslaun, það svarar til um 9 milljóna íslenskra króna, og hefur fengið sömu upphæðina síðan 2008.

Samkvæmt reglum IBM þá fær hann rúmlega 54.000 pund í árslaun og mun fá þar til hann verður 65 ára.

Þetta telur Clifford ekki nægilega mikið og sagði í stefnu sinni að ráðstöfunartekjur hans muni lækka með tímanum vegna verðbólguþróunar.

Úrskurðarnefndin féllst ekki á rök hans og sagði hann fengi „mjög góðar bætur“ og „góða meðferð“.

Clifford hóf störf hjá Lotus Development árið 2000. IBM keypti fyrirtækið síðan og fylgdi hann með því yfir til IBM.

Eins og áður kom fram þá fór hann í veikindaleyfi 2008 þegar hann var hálffertugur. Í apríl 2013 gerði hann samning við IBM um fyrrgreindar launagreiðslur þar til hann verður 65 ára.

Samkvæmt heilbrigðisstefnu IBM þá eru starfsmenn, sem geta ekki unnið, ekki reknir, eru áfram starfsmenn en ber ekki skylda til að vinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?

Háhyrningar hafa sökkt 3 bátum í Evrópu og virðast vera að kenna öðrum að gera það sama – Af hverju?
Pressan
Í gær

Telja að fjögur börn séu á lífi í Amazon – Hefur verið saknað síðan 1. maí

Telja að fjögur börn séu á lífi í Amazon – Hefur verið saknað síðan 1. maí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Breskur ferðamaður lést eftir að verða fyrir eldingu í sjósundi

Breskur ferðamaður lést eftir að verða fyrir eldingu í sjósundi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði