fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Svona mikið þyngjast karlar á fyrsta árinu eftir að þeir eignast barn

Pressan
Laugardaginn 1. apríl 2023 20:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður rannsóknar sýna að karlar hafa tilhneigingu til að bæta á sig kílóum á meðan á meðgöngu barnsmóður þeirra stendur. Það er auðvitað rökrétt og náttúrulegt að konur þyngist á meðgöngu en það er kannski svolítið undarlegt að feðurnir þyngist einnig.

Og þetta snýst ekki um eitt eða tvö kíló miðað við niðurstöður rannsóknar LighterLife Fast. Rannsóknin náði til 1.500 feðra að sögn LadBible. Að meðaltali þyngdust feðurnir um 8,5 kíló á fyrsta árinu eftir að þeir urðu feður samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar.

Einnig var rannsakað hvenær eða hvernig hinir nýbökuðu feður tóku eftir að þeir höfðu bætt aðeins á sig.

25% sögðust hafa tekið eftir því þegar þeir sáu ljósmyndir af sjálfum sér.

27% áttuðu sig á þessu þegar fötin þeirra voru allt í einu orðin of lítil.

15% tóku eftir því þegar þeir urðu móðir af að leika við börnin sín.

26% tóku eftir þyngdaraukningunni í tengslum við önnur heilsufarsvandamál.

Aðrar rannsóknir hafa sýnt að nýbakaðir feður hafa að meðaltali 74 mínútum styttri tíma afgangs á dag til að nýta í frístundir. Þennan tíma var meðal annars áður hægt að nota til líkamsræktar.

Þessar 74 mínútur nýta feðurnir í staðinn til að leika við börnin sín eða annað tengt þeim. Þetta og minni svefn og þar með minni orka er að sögn ástæðan fyrir þyngdaraukningunni að sögn Washington Post.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Í gær

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara