fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
Pressan

Fjallaljón réðst á mann í nuddpotti

Pressan
Föstudaginn 31. mars 2023 08:00

Fjallaljón. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var stefnt að huggulegri stund í heita pottinum þegar hjón ein, sem búa í Colorado í Bandaríkjunum, skelltu sér í pottinn fyrr í mánuðinum. En rómantíska stundin breyttist skyndilega í skelfilega upplifun.

Hjónin sátu í pottinum, í bústað sem þau höfðu leigt, þegar maðurinn fann skyndilega að bitið var í höfuð hans. Þar var komið fjallaljón sem hafði læðst að þeim í myrkrinu og ráðist á manninn.

Hjónin öskruðu og skvettu vatni á ljónið. Konan náði síðan í vasaljós og lýsti á dýrið sem lagði þá á flótta að því er segir í tilkynningu frá Colorado Parks and Wildlife.

Sean Sherpher, hjá Colorado Parks and Wildlife, segir í fréttatilkynningunni að þrátt fyrir að maðurinn hafi sloppið með minniháttar meiðsl, þá sé atburðurinn tekinn mjög alvarlega.

Nú er leitað að ljóninu en reyna á að fanga það. Gildrur hafa verið settar upp á þeim svæðum sem talið er að það haldi sig á.

Þetta var fyrsta árás fjallaljóns á manneskju í Colorado í rúmlega ár. Um 7.000 fjallaljón eru í ríkinu en þau forðast venjulega að koma nálægt fólki og láta nægja að ráðast á hirti og elgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Laug til að foreldrar sínir væru á lífi í fimmtán ár – Stal öllu þeirra fé og eyddi í furðulega minjagripi

Laug til að foreldrar sínir væru á lífi í fimmtán ár – Stal öllu þeirra fé og eyddi í furðulega minjagripi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppljóstrari úr röðum bandarísku leyniþjónustunnar varpar sprengju – „Við erum ekki ein“

Uppljóstrari úr röðum bandarísku leyniþjónustunnar varpar sprengju – „Við erum ekki ein“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Út á við var líf systranna fullkomið – Á bak við luktar dyr heimilisins ríkti hins vegar ógnarástand

Út á við var líf systranna fullkomið – Á bak við luktar dyr heimilisins ríkti hins vegar ógnarástand
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mexíkóska lögreglan fann 45 poka með líkamsleifum starfsmanna úthringivers

Mexíkóska lögreglan fann 45 poka með líkamsleifum starfsmanna úthringivers
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjarpláneta á stærð við jörðina gæti verið þakin eldfjöllum

Fjarpláneta á stærð við jörðina gæti verið þakin eldfjöllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eldgos í ofureldfjallinu í Yellowstone gætu verið margar stórar sprengingar

Eldgos í ofureldfjallinu í Yellowstone gætu verið margar stórar sprengingar