fbpx
Mánudagur 29.maí 2023
Pressan

Báru loks kennsl á konuna með sporðdreka tattúið

Pressan
Föstudaginn 31. mars 2023 22:00

Frá fréttamannafundi lögreglunnar. Mynd:CBS NY

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni tókst nýlega að bera kennsl á konu sem fannst látin 1991. Konan var með áberandi sporðdreka húðflúraðan á líkamann.

Lík hennar fannst á afskekktum stað á Staten Island í New York í september 1991. Með því að nota nýja DNA-tækni tókst að bera kennsl á konuna. Hún hét Christine Belusko og var frá Morris County í New Jersey.

Á fréttamannafundi sagði lögreglan að hún hefði verið myrt á hrottalegan hátt áður en lík hennar var skilið eftir á afskekktum stað. Hún var handjárnuð og lík hennar hafði verið brennt. 17 högg á höfuðið urðu henni að bana auk þess sem hún var kyrkt.

Lögreglan hóf að rannsaka mál hennar á nýjan leik 2019 og í apríl 2021 lá niðurstaða úr DNA-rannsókn fyrir. Rannsóknin leiddi í ljós að hún átti dóttur, Christa Nicole, sem var um tveggja ára þegar Christine var myrt. Birti lögreglan tölvugerða mynd af Christa.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins og biðlaði lögreglan til almennings um upplýsingar um málið en lögreglan sagði að miðað við kringumstæðurnar þá hafi það ekki verið tilviljun að hún var myrt. Morðinginn hafi þekkt hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt