fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Illskan uppmáluð: Með heilaþvotti og ógnunum bjó Marcus sér til kvennabúr sem samanstóð að mestu af dætrum hans og frænkum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 30. mars 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar að lögregla mætti í útkall, í mars 2004, að húsi í Fresno í Kaliforníu stóðu tvær konur í garðinum og hrópuðu á mann sem stóð í dyrunum að þær vildu fá börnin sín. Með þeim var hópur vina og ættingja sem tók undir köllin.

Lögreglumennirnir tölu að um fjölskyldudeilur væri að ræða, sennilegast forsjármál, og yrði verkefnið fljótafgreitt.

Nokkur Wesson barnanna.

Byssuskot, hvert á fætur öðru

Maðurinn í dyrunum var risavaxinn og býsna ógnvekjandi á að líta en rólegur og virtist vera að reyna að róa mæðurnar. En þegar hann kom auga á lögregluna sneri hann inn í húsið og lokaði á eftir sér.

Lögregla barði að dyrum og kallaði til mannsins að opna. Allt í einu heyrðist byssuskot, og svo annað og annað og annað. Innan fárra mínútna gekk risavaxni maðurinn út, þakinn blóði, en pollrólegur og sagði ekki orð. Hann var óvopnaður og handjárnaður með hraði.

Inni í húsinu beið lögreglu hræðileg sjón.

Níu lík lágu í einu svefnherbergja hússins.

Sjö af hinum níu látnu voru börn undir 12 ára aldri. Hin tvö fórnarlömbin voru hin 17 ára gamla Elizabeth Breani Kina Wesson og hin 25 ára Sebhrenah April Wesson.

Þau höfðu öll verið skotin í augun.

Ruby og Sofina, báðar óléttar af völdum Marcus.

Hinn skelfilegi sannleikur

Mæðurnar sem höfðu kallað í örvæntingu eftir börnum sínum í garðinum voru þær Sofina Solorio og Ruby Ortiz. Stóri maðurinn með gráu dreddana hét Marcus Wesson og voru þær Sofina og Ruby frænkur hans.

Hin myrtu voru börn hans og barnabörn og smám saman kom hinn skelfilegi sannleikur um undanfara morðanna í ljós.

Marcus Wesson var fæddur árið 1946, elstur fjögurra systkina. Móðir hans var afar trúuð, reyndar ofsatrúarmanneskja, en faðir hans ofbeldisfullur alkóhólisti sem barði konu sína og börn. Hann lét sig hverfa þegar að Marcus var enn barn.

Marcus var tvö ár í hernum en hætti 1968 og átti aldrei eftir lyfta hendi síðan heldur lifa á bótum og launum fjölskyldumeðlima.

Árið 1969 hóf hann sambúð með Rosemary Solario, sem var töluvert eldri en hann og átti þegar átta börn. Árið 1971 átti Rosemary son með Marcus sem þá var byrjaður að misnota dóttur Rosemary, Elisabeth, kynferðislega.

Hún var þá átta ára gömul.

Elisabet giftist Marcus aðeins 14 ára gömul. Hann hóf að misnota hana þegar hún var 8 ára.

Elisabeth

Hann gekk í hjónaband með Elisabeth þegar hún var 14 ára og skrifaði Rosemary undir leyfi til þess.  Hann var þá 34 ára og fjórum mánuðum síðar fæddi Elisabeth sitt fyrsta barn.

Hún átti eftir að eignast tíu börn til viðbótar með Marcus. Öll áður en hún varð 26 ára.

Önnur dætra Rosemary fór að heiman og skildi sjö börn sín eftir í umsjá Rosemary og Marcus. Sagðist hún óhæf að sjá um þau sökum eiturlyfjaneyslu.

Þessi sérkennilega fjölskylda átti oft ekki fyrir mat ofan í sig og bjuggu oft í yfirgefnum húsum, kofum eða jafnvel gömlum bátum.

Marcus stjórnaði öllu með harðri hendi. Börnin fengu ekki að ganga í skóla, þeirra eina menntun var að hlusta á Marcus þylja upp trúarkenningar sínar sem að stórum hluta gengu út á að Jesús Kristur væri vampíra.

Eða að hann væri Jesús, eða vampíra, eða hvorutveggja.

Marcus hóf yfirleitt að mistnota telpurnar þegar þær náðu 8 ára aldri.

Átta ára þegar misnotkunin hófst

Allir þurftu að kalla Marcus ,,húsbóndann“ eða ,,herrann“ og predikaði hann heimsendi í nánd.

Hann sagði það örlög allra stúlknanna í fjölskyldunni að verða eiginkonur hans og hóf að misnota þær kynferðislega um átta ára aldurinn.

Þær máttu ekki tala við bræður sína, sem varð til þess að þeir vissi lítið sem ekkert um misnotkunina á systrum sínum.

Stúlkurnar eyddu stærstum hluta dagsins í að þrífa skítinn úr hári Marcus, klóra honum í handarkrikunum og nudda á honum nakinn skrokkinn.

Marcus gekk reglulega i skokk á börnunum, bæði telpum og drengjum, og nauðgaði tveimur dætrum sínum og þremur frænkum sem allar urðu óléttar, sumar oft, enn börn að aldri.

Hann hélt einnig athafnir á heimilinu þar sem hann ,,kvæntist” stúlkunum fimm. Sagði hann það vilja guðs svo og að eignast sem flest börn. Guðsbörn, eins og hann kallaði afkvæmin.

Þessi furðulega og óhugnanlega fjölskylda taldi nú hvorki meira né minna en 18 einstaklinga.

Flestar stúlkurnar urðu barnshafandi af völdum Marcus.

Uppreisnin

Svo fór að nokkrir fjölskyldumeðlima gerðu uppreisn og fóru þær Sofina og Ruby, systurdætur Rosemary fyrir hópnum. Þær hinar sömu og höfðu krafist þess að fá börn sín daginn örlagaríka, enda heyrt að Marcus væri að fara að flytja enn og aftur og nú í annað fylki.

Marcus hafði samþykkt á endanum að þær mættu fara en yrðu að skilja syni sína (og hans) eftir og sór að koma vel fram við þá.

Við yfirheyrslur kvaðst Marcus vera Jesús Kristur, fjölskyldan heilög, og eina leiðin fyrir fjölskyldumeðlimi að komast til himna hefði verið að myrða þau. Hefðu börnin verið tekin af heimilinu hefði þau farið lóðétt til andskotans.

Marcus skaut því alla sem voru í húsinu.

Elisabeth, ásamt nokkrum barna sinna.

Ýmsar útgáfur

En þeir fjölskyldumeðlima, sem ekki höfðu verið heima voru ekki sammála um heimilislífið í Wesson fjölskyldunni.

Dóttir og frænka Marcus, Kiani og Rosa, sögðu alla hafa verið hamingjusama, sérstaklega kvenfólkið. Það hefði aldrei átt sér stað nauðgun né misnotkun á heimilinu og hefðu öll börnin verið getin með tæknifrjóvgun, Marcus hefði aldrei snert dætur sínar né frænkur.

Synirnir sögðu föður sinn helgan og nærgætinn mann en aðrar dætur og frænkur höfðu aðra sögu að segja, sögu misnotkunar, nauðgana og barsmíða.

Svo virðist sem heilaþvottur Marcus hafi tekist býsna vel, í það minnsta í mörgum tilfellum. En með árunum áttu svo að segja öll börnin eftir að stiga fram og segja frá hryllilegri æsku sinni.

Alls feðraði Marcus 17 börn, sem vitað er um, þar af fimm eða sex með dætrum sínum og frænkum.

Marcus Wesson dvelur á dauðadeild í Kaliforníu.

Sekur, sama hvað

Elisabeth, lögleg eiginkona Marcus sagði síðar í viðtali að hún hefði trúað Marcus þegar hann sagði hana valda af guði til að vera eiginkona hans. Hún væri því allt að því jafn heilög og hann.

En Elisabeth fékk nóg þegar Marcus hóf að barna dætur þeirra og reyndi að flýja og láta yfirvöld vita. En Marcus náði henni, tók hana kyrkingartaki þar til leið yfir hana, og sagðist hann drepa hana ef hún reynsi slíkt aftur. Svo og börnin.

Marcus hélt fram sakleysi sínu, kvaðst dóttur sína Sebhrenah hafa framið morðin og svo sjálfsvíg. Reyndar fannst DNA Sebhrenah á byssunni en kviðdómur taldi Marcus bera ábyrgð á morðunum, hvort sem hann hefði sjálfur skotið af eða þvingað dóttur sína til þess.

Marcus Wesson var dæmdur til dauða og situr enn á dauðadeild San Quentin fangelsisins í Kaliforníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Í gær

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara