fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Pressan

Vilja að lykilvitni í morðmáli njóti nafnleyndar

Pressan
Þriðjudaginn 28. mars 2023 07:00

Louise Borglit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun maí hefjast réttarhöld í Glostrup í  Danmörku í einu umtalaðasta morðmáli síðari ára. Þrítugur maður mun þá sitja á sakamannabekknum en hann er ákærður fyrir að hafa myrt Louise Borglit árið 2016. Hún var langt gengin með barn sitt þegar ráðist var á hana í almenningsgarði og hún stungin 11 sinnum. Barn hennar lést einnig.

Rannsókn lögreglunnar miðaði lítið framan en öllum á óvörtum tilkynnti hún á síðasta ári að hún hefði haft uppi á meintum morðingja Louise.

Það var gert með því að starfsmanni dönsku leyniþjónustunnar var komið fyrir í Enner Mark fangelsinu. Hann var sagður vera að afplána dóm. Markmiðið með dvöl hans þar var vingast við manninn sem er ákærður fyrir morðið. Hann var þá að afplána dóm fyrir morðtilraun.

Hann náði að vinna sér trúnað hans og á endanum trúði hinn ákærði leyniþjónustumanninum fyrir að hann hefði stungið Louise til bana.

Saksóknarinn í málinu hefur lagt fram kröfu um að leyniþjónustumaðurinn komi fyrir dóm sem lögreglumaður 488A og þurfi ekki að veita frekari upplýsingar um hver hann er. Rökin fyrir þessu er að leyniþjónustan, sem aðstoðaði lögregluna við rannsókn málsins, telur brýnt að halda því leyndu hver maðurinn er öryggis hans vegna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak

Vampíra eða frumkvöðull? – Notar son sinn sem blóðbanka eftir að hafa varið tæpum 300 milljónum í að eldast á afturábak
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar

Þýskir loftslagsaðgerðasinnar í sigti lögreglunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist

Rússar vilja styrkja stöðu sína á eina landsvæði heimsins þar sem engra vegabréfsáritana er krafist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd

Harry prins fær ekki að kaupa sér lögregluvernd
Pressan
Fyrir 6 dögum

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður

Íslensk kona með alvarleg sár eftir hnífsstunguárás í Lundi – Maður handtekinn en ekki lengur grunaður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar

Dularfullt hvarf 30 tonna af ammoníumnítrati – Hægt að nota efnið til sprengjugerðar
Pressan
Fyrir 1 viku

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt

Geimverur leynast hugsanlega á „tortímandasvæðum“ pláneta með eilífa nótt
Pressan
Fyrir 1 viku

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum

Snemmbúin tíðahvörf geta aukið líkurnar á elliglöpum