fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ljós rann upp fyrir lögreglunni – Andlát fatahönnuðarins var ekki tilviljun

Pressan
Mánudaginn 27. mars 2023 22:00

Kathryn Gallagher. Mynd:Legacy.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 24. júlí á síðasta ári fannst fatahönnuðurinn Kathryn Marie Gallagher, 35 ára, látin í svefnherberginu í íbúð sinni á Lower East Side í New York. Engin ummerki voru um að hún hefði verið beitt ofbeldi og andlátið þótti mjög dularfullt þar til á föstudaginn þegar lögreglan kom með óvænta tilkynningu.

Í henni kom fram að Gallagher hefði ekki látist fyrir tilviljun, hún var myrt. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að svo virðist sem andlát hennar tengist fjölda afbrota, þar sem fíkniefni komu við sögu, í borginni.

Niðurstaða krufningar var að Gallagher hefði látist af völdum bráðrar eitrunar sem orsakaðist vegna neyslu á fentanýli, parafluorofentanýli og etanóli.

Lögreglan telur að eitrað hafi verið fyrir henni og að hugsanlega tengist eitrunin stórri þjófnaðarbylgju tengdri fíkniefnum. Það er að einhver hafi eitrað fyrir henni til að stela frá henni.

Lögreglan veitti ekki miklar upplýsingar um málið á föstudaginn en sagði þó að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og rannsókn málsins haldi áfram.

Fentanýl tröllríður nú bandaríska fíkniefnamarkaðnum en efnið er mjög ávanabindandi og sterkt. Það er talið hafa valdið tveimur þriðju hlutum þeirra rúmlega 100.000 dauðsfalla sem urðu þar í landi á síðasta ári vegna ofneyslu fíkniefna að sögn The Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?