fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Pressan

„Ég leyfi manninum mínum að sofa hjá öðrum konum á meðan ég sinni húsverkum“

Pressan
Mánudaginn 27. mars 2023 04:20

Monica og John. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Monica Huldt segist leyfa manninum sínum að sofa hjá öðrum konum þegar hann vill, því hún vilji gera allt til að gera hann hamingjusaman. Hann fái meira að segja að sofa hjá öðrum konum á meðan hún er heima að sinna húsverkum.

Þetta kemur fram í viðtali við Huldt á YouTube-rásinni Love Don’t Judge. Þar sagði Huldt, sem býr í Arizona í Bandaríkjunum, frá hvernig hjónabandi hennar er háttað.

Hún segist vera sjálfsútnefnd „hefðbundin-eiginkona“ sem leyfi manninum sínum að sofa hjá öðrum konum til að gleðja hann. Hún segist kjósa að setja þarfir eiginmannsins, sem heitir John, framar sínum eigin því það að vera „hefðbundin-eiginkona“ sé „ástartjáning“ hennar.

Hún segir að margir telji að hún hafi glatað sjálfsvirðingu sinni með þessu en hún segir að sér sé slétt sama um hvað aðrir segja. „Ég hef alltaf verið með tilhneigingu til að vera undirgefin og ég hef alltaf laðast að sjálfsöruggum og ráðandi körlum. Ég elska að láta fólk, sem ég elska, líða vel. Það er ekki þannig að ég sé lítil hjálparlaus stúlka, alls ekki,“ sagði hún.

Hún segir að 98% af tíma hennar snúist um John því hún sjái um öll húsverkin á meðan hann er í vinnunni.  Þegar hún sinnir húsverkum vill hún vera í kjól og með andlitsfarða því John á að hafa „eitthvað fallegt að horfa á“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann lagði sig allan fram í rúminu með konunni – Skyndilega brotnaði „vinurinn“

Hann lagði sig allan fram í rúminu með konunni – Skyndilega brotnaði „vinurinn“
Pressan
Í gær

Félagar átján ára pilts mönuðu hann til að stökkva í sjóinn – Endaði líklega ævi sína í gini hákarls

Félagar átján ára pilts mönuðu hann til að stökkva í sjóinn – Endaði líklega ævi sína í gini hákarls
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögunni – Bar vitni úr gröfinni og kom morðingja sínum á bak við lás og slá

Í fyrsta sinn í sögunni – Bar vitni úr gröfinni og kom morðingja sínum á bak við lás og slá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skaut 11 ára dreng sem hafði hringt og beðið um aðstoð

Lögreglan skaut 11 ára dreng sem hafði hringt og beðið um aðstoð