fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Pressan

Ertu á leið til Kaupmannahafnar? – Passaðu þig ef þeir fara að dansa

Pressan
Föstudaginn 24. mars 2023 05:00

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu á leið til Kaupmannahafnar? Ef svo er, þá skaltu passa þig ef fólk fer að dansa nærri þér.

Þetta segir lögreglan í borginni. Ástæðan er að þjófar nota þessa aðferð til að villa um fyrir fólki. Nýlega lenti maður einn í því í miðborginni að armbandsúri hans var stolið af honum. Hann reiddist svo mikið að hann hljóp á eftir þjófnum.

Það vildi til að leið þjófsins lá fram hjá lögreglumönnum sem áttuðu sig strax á hvað væri í gangi og eltu þjófinn uppi á bíl og náðu honum. Hann hafði þá hent úrinu frá sér en lögregluhundur fann það.

Hinn handteknir er 36 ára Marokkómaður. Aðferð hans gekk út á að hann bað vegfarendur um eld til að kveikja í sígarettu. Fyrrgreindi maðurinn varð við því. Í þakklætisskyni rétti Marokkómaðurinn höndina fram til að þakka fyrir sig. Um leið og hinn tók í hönd hans, reif hann úrið af honum og hljóp á brott.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við B.T. að þessi aðferð sé vel þekkt hjá þjófum sem herja á borgarbúa.

Hann hvatti fólk til að vera á varðbergi ef óþekktir aðilar gefa sig að því, biðja um eld, byrja að dansa eða reyna á einhvern annan hátt að dreifa athygli þinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofursólarblossar gætu hafa kveikt lífið á jörðinni

Ofursólarblossar gætu hafa kveikt lífið á jörðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

MYNDBÖND: Dalia vildi losna við eiginmanninn – Valdi rangan leigumorðingja og var allt ferlið myndað af sjónvarpsstöð

MYNDBÖND: Dalia vildi losna við eiginmanninn – Valdi rangan leigumorðingja og var allt ferlið myndað af sjónvarpsstöð