fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Pressan

Vatnsskömmtun sett á í suðurhluta Frakklands

Pressan
Miðvikudaginn 22. mars 2023 07:00

Frakkar þurfa að fara sparlega með vatn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýafstaðinn vetur var sá þurrasti í Frakklandi í 64 ár. Það er ekki gott að fá þurrka á röngum árstíma, og svo sem ekki heldur á „réttum“ árstíma. Núna er staðan þannig að grípa þarf til vatnsskömmtunar í suðurhluta landsins.

Ef ekki bætir í úrkomuna í vor, getur árið orðið hörmulegt á þessum slóðum.

Það hefur aldrei gerst áður að grípa hefur þurft til vatnsskömmtunar í Frakklandi á þessum árstíma.

Þurrkar hafa lengi herjað á Frakkland. Frá því í ágúst 2021 hefur úrkoman í hverjum mánuði, að þremur undanteknum, verið minni en í meðalári.

Þurrkar á sumrin eru ekki óvanalegt fyrirbæri en það gerir ástandið enn verra að það vantar snjó á veturna. Snjómagnið í Ölpunum er nú 50-60% minna en í meðalári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný kenning um kórónuveirufaraldurinn – „Ekki hægt að útiloka það“

Ný kenning um kórónuveirufaraldurinn – „Ekki hægt að útiloka það“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögunni – Bar vitni úr gröfinni og kom morðingja sínum á bak við lás og slá

Í fyrsta sinn í sögunni – Bar vitni úr gröfinni og kom morðingja sínum á bak við lás og slá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Embættismaður lét dæla úr miðlunarlóni eftir að hann missti símann sinn í það

Embættismaður lét dæla úr miðlunarlóni eftir að hann missti símann sinn í það
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lauren er með líkamsleifar raðmorðingja í bílskúrnum – „Ég var dóttir hans, eiginkona, móðir og sálufélagi“

Lauren er með líkamsleifar raðmorðingja í bílskúrnum – „Ég var dóttir hans, eiginkona, móðir og sálufélagi“