Ástæðan fyrir umfjöllun fjölmiðla um mál Madeleine að undanförnu er að ung pólsk kona steig fram og sagðist telja að hún væri Madeleine.
Madeleine hvarf úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal í maí 2007. Ekkert hefur spurst til hennar síðan.
„Dögum saman hef ég séð fréttir um Madeleine McCann, margar hugmyndir og fjölmiðlar sem tjá sig á sama tíma og sannleikurinn er að enginn veit neitt,“ sagði Athos í samtali við Daily Star.
Athos, sem er brasilískur, segir sjálfur að hann hafi séð andlát Elísabetar II fyrir, heimsfaraldur kórónuveirunnar og kaup Elon Musk á Twitter.
Hann segir málið muni fá athygli 2023 og 2024 og margar nýja upplýsingar muni koma fram, þar á meðal um hvort Madeleine sé enn á lífi eður ei.
„Það er eitthvað dökkt við þetta meinta mannshvarf, sem tengist svartagaldri, og hvarf hennar var engin tilviljun,“ sagði Athos sem beindi síðan spjótum sínum að ættingjum Madeleine:
„Lögreglan ætti að hefja rannsókn á nýjan leik og rannsaka vel þá sem þekktu Madeleine, nána ættingja, foreldra, alla fjölskylduna, vini og grunaða, svo sannleikurinn komi í ljós.“
Hann sagðist því miður ekki vera bjartsýnn á jákvæða útkomu úr málinu. „Mér finnst leitt að segja að ég sé ekki né finn að hún sé á lífi. Það er allt of mikið óljós í þessu máli,“ sagði hann.