fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Pressan

Hann sá andlát Elísabetar II og COVID-19 fyrir – Nú kemur hann með spá um mál Madeleine McCann

Pressan
Þriðjudaginn 21. mars 2023 05:09

Síðasta myndin sem tekin var af Maddie. Henni var rænt þetta sama kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir því sem Athos Salomé, sem er stundum kallaður „hinn lifandi Nostradamus“ segir þá sá hann andlát Elísabetar II fyrir sem og heimsfaraldur kórónuveirunnar. Nú hefur hann tjáð sig um mál Madeleine McCann en það hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu.

Ástæðan fyrir umfjöllun fjölmiðla um mál Madeleine að undanförnu er að ung pólsk kona steig fram og sagðist telja að hún væri Madeleine.

Madeleine hvarf úr sumarleyfisíbúð í Algarve í Portúgal í maí 2007. Ekkert hefur spurst til hennar síðan.

„Dögum saman hef ég séð fréttir um Madeleine McCann, margar hugmyndir og fjölmiðlar sem tjá sig á sama tíma og sannleikurinn er að enginn veit neitt,“ sagði Athos í samtali við Daily Star.

Athos, sem er brasilískur, segir sjálfur að hann hafi séð andlát Elísabetar II fyrir, heimsfaraldur kórónuveirunnar og kaup Elon Musk á Twitter.

Hann segir málið muni fá athygli 2023 og 2024 og margar nýja upplýsingar muni koma fram, þar á meðal um hvort Madeleine sé enn á lífi eður ei.

„Það er eitthvað dökkt við þetta meinta mannshvarf, sem tengist svartagaldri, og hvarf hennar var engin tilviljun,“ sagði Athos sem beindi síðan spjótum sínum að ættingjum Madeleine:

„Lögreglan ætti að hefja rannsókn á nýjan leik og rannsaka vel þá sem þekktu Madeleine, nána ættingja, foreldra, alla fjölskylduna, vini og grunaða, svo sannleikurinn komi í ljós.“

Hann sagðist því miður ekki vera bjartsýnn á jákvæða útkomu úr málinu. „Mér finnst leitt að segja að ég sé ekki né finn að hún sé á lífi. Það er allt of mikið óljós í þessu máli,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmd fyrir hina „endanlegu“ hefnd – Nýjar og óvæntar vendingar í málinu

Dæmd fyrir hina „endanlegu“ hefnd – Nýjar og óvæntar vendingar í málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir 37 ár – Nú er stóru spurningunni ósvarað

Báru kennsl á líkið eftir 37 ár – Nú er stóru spurningunni ósvarað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar

Lamaður maður gengur aftur að tilstuðlan brautryðjandi uppgötvunar á sviði gervigreindar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði

Brúðguminn hvarf í miðri myndatöku og hélt að enginn tæki eftir því – Ljósmyndarinn náði myndum af því sem hann gerði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tímavélin: Drykkfelldur prestur í Eyjafirði var rekinn með hæstaréttardómi

Tímavélin: Drykkfelldur prestur í Eyjafirði var rekinn með hæstaréttardómi