Það þarf ekki að nota sterk hreinsiefni með þessari aðferð og hún er alls ekki erfið. Það eina sem þarf er sítróna og gufa.
Nánar tiltekið þarf 3 matskeiðar af sítrónusafa. 2 dl af vatni, skál og klút.
Fyrst á að taka snúningsdiskinn út og þvo hann sér með uppþvottalegi.
Settu 2 dl af vatni í skál, sem má fara í örbylgjuofn.
Settu síðan sítrónusafann í skál. Ef þú kreistir hann úr sítrónu er gott að setja börkinn í.
Hitaðu skálina á fullum styrk í örbylgjuofninum í 2-3 mínútur.
Bíddu í 5 mínútur áður en þú opnar ofninn. Heit gufan mýkir yfirborðsfletina á meðan.
Taktu skálina varlega út og þurrkaðu yfirborðsfletina með rökum klút.
Og viti menn, ofninn verður tandurhreinn.