fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Pressan

Steven Spielberg telur að geimverur séu til og að yfirvöld leyni upplýsingum um fljúgandi furðuhluti

Pressan
Laugardaginn 18. mars 2023 15:00

Steven Spielberg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg telur að vitsmunaverur séu til utan jarðarinnar og að yfirvöld hafi hylmt yfir mál þar sem fólk telur sig hafa séð geimskip og/eða geimverur.

Daily Star skýrir frá þessu. Fram kemur að Spielberg, sem er orðinn 76 ára, hafi sagt að hann telji ekki að við séum ein í alheiminum og að nýleg birting bandarískra yfirvalda á upplýsingum um rúmlega 500 tilfelli, þar sem fólk taldi sig hafa séð fljúgandi furðuhluti, sé „heillandi“.

Spielberg er auðvitað nákunnugur geimverum en hann gerði eina frægustu kvikmynd sögunnar um geimverur, E.T., og myndina Close Encounters of Third Kind.

Hann sagðist pirraður á þeirri leynd sem hvíli yfir málum þar sem fólk sér fljúgandi furðuhluti og einnig pirrar skortur á gagnsæi í þessum málaflokki hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman

Földu lík 16 ára sonar síns og sögðu að hann hefði strokið að heiman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Söluturnar reyndust selja Viagra og morfín

Söluturnar reyndust selja Viagra og morfín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klámstjarna með 24 cm getnaðarlim útskýrir muninn á kynlífi heima og í vinnunni

Klámstjarna með 24 cm getnaðarlim útskýrir muninn á kynlífi heima og í vinnunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn þekktasti svikahrappurinn sakaður um að hafa diktað upp afrekin – Var ævintýralegi eltingarleikurinn bara uppspuni?

Einn þekktasti svikahrappurinn sakaður um að hafa diktað upp afrekin – Var ævintýralegi eltingarleikurinn bara uppspuni?